Handbolti

Spánverjar köstuðu frá sér sigrinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. vísir/getty
Kvennalið Spánverja var svo gott sem komið með fyrstu tvö stigin sin í milliriðli EM í dag en liðið kastaði sigrinum frá sér og varð að sætta sig við jafntefli, 20-20.

Spænska liðið leiddi mest með fjögurra marka mun í síðari hálfleik en gaf verulega eftir síðasta stundarfjórðunginn. Staðan var jöfn, 20-20, er rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og liðunum tókst ekki að skora fleiri mörk á þeim tíma.

Spánverjar klúðruðu meðal annars vítakasti er tæp mínúta var eftir af leiknum.

Nerea Pena var markahæst í spænska liðinu með sjö mörk en Anne Hubinger skoraði mest fyrir þýska liðið eða fimm mörk.

Spánverjar eru enn í botnsæti milliriðils I með  eitt stig en Þýskaland er enn á toppnum með fimm stig en gæti misst það sæti síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×