Þegar byggja skal hótel! Þorvaldur Skúlason skrifar 12. desember 2016 11:07 Það hafa væntanlega fáir farið varhluta af þeirri miklu hóteluppbyggingu sem á sér stað víða um landið og þó sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjavík. Allir vilja nú Lilju kveðið hafa í þeim efnum og keppist hver aðilinn við annan að reyna að toppa hinn í að opna hótel. Nú vilja allir eiga hótel. Fólki finnst það „inn“ að vera hóteleigandi og þetta minnir óneitanlega á video- og sjoppuvæðingu landans hér snemma á 8. áratug síðustu aldar. En skoðum málið betur. Það má með sanni rekja þennan mikla uppgang í komu ferðamanna að mínu mati til tveggja þátta sem ég held að allir viti hverjir séu, annars vegar hagstætt gengi eftir hrunið 2008-09 og til Eyjafjallagossins 2010 hins vegar. Sem er sérstaklega mælanlegt eftir gosið, þótt skammtímaáhrifin hafi verið neikvæð vissu menn að langtímaáhrifin yrðu jákvæð og í raun svo góð að engin gat séð það fyrir. Einnig er sjálfsagt að minnast á þá frábæru landkynningu sem erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem hafa verið tekin að hluta eða miklu leyti hér á landi undanfarin ár og hafa gefið Íslandi ókeypis umfjöllun í erlendum fjölmiðlum sem verður seint metið til fjár. Þökkum Björk sömuleiðis fyrir hennar þátt hér á fyrri árum. Hér hefur verið rétt um 25-30% fjölgun ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin 5-6 ár sem er ekki raunhæft að ætla um ókomna framtíð þar sem 7-10% vöxtur á ári þætti mjög góður á heimsvísu. Rúv greinir frá því 6. desember síðastliðinn að 50 þúsund fleiri ferðamenn hafi sótt landið heim í nóvember en á sama tíma í fyrra, sem er 38% fjölgun á milli ára og ferðamenn því orðnir 1,6 milljónir frá áramótum. Þótt ég sé ekki endilega einn þeirra sem haldi að það komi skyndilega einhver stífla í komu ferðamanna hingað, þá er ekki ólíklegt líkt og grunn hagfræðin kennir manni að það sem fer upp, kemur aftur niður. Það sé í raun bara spurning hvernig og hvenær það gerist. Í raun veit engin hvar mörkin liggja því allar spár hingað til hafa reynst of varkárar, þótt ótrúlegt sé af þjóð sem kennir sig við bjartsýni en ekki raunsæi. En er vöxtur út í hið óendanlega í greininni endilega fýsilegur fyrir Ísland? Svar mitt við því er nei. En hverjir eru að koma hingað? Bandaríkjamenn og Bretar eru langsamlega fjölmennastir þeirra sem koma til Íslands árið um kring. Árið 2010 komu um 50-60 þúsund Bandaríkjamenn. Nú á þessu ári eru þeir þegar orðnir 325 þúsund eftir því sem ég kemst næst og árið ekki á enda. Þeim hefur fjölgað um 154% á sex árum. Fjölgun Breta hefur verið jafnari og þéttari með árunum enda Ísland töluvert þekktara þar eða „inn“ fyrr ef svo mætti að orði komast. Þeir voru um 243 þúsund árið 2015. Ég læt það vera að fjalla um komur fólks af öðru þjóðerni að sinni. Einnig má að sjálfsögðu mæla þetta óvísindalega með því að horfa á komur erlendu sem og íslensku flugfélaganna sem halda uppi áætlun til Íslands enda eru þau ágætur mælikvarði á slíkt þar sem flugfélög eru fínn púls á það sem er að gerast og fljót að bregðast við bæði meiri eða minni á eftirspurn eftir flugi með því að annað hvort auka eða draga úr framboði á tilteknum leiðum, eða hætta þeim alveg. En að sjálfsögðu er ekki bara um hreina fjölgun að ræða þar sem margir farþegar koma hingað í „transit“ á leið sinni yfir hafið í raun með báðum íslensku félögunum. Alls telst mér til að flugfélögin sem fljúga til og frá Íslandi reglulega séu fjórtán talsins en þau eru sjálfsagt fleiri yfir háannatímann.Blikur á lofti Þær forsendur sem hafa gefið góða raun undanfarin ár, þ.e. hagstætt gengi og lægsta olíuverð í áratugi, eru að breytast. Lágt olíuverð hefur nýst flugfélögum um allan heim vel og t.a.m. tilkynnti American Airlines nýverið um 40% hagnað af starfsemi sinni sem er sá mesti í sögu félagsins og þykir fréttnæmt í Bandaríkjunum þar sem flugfélög hafa frekar en ekki verið röngu megin við núllið. Þetta hefur nýst íslensku flugfélögunum sömuleiðis. En nú tilkynnti OPEC, samtök olíuríkja, í síðustu viku í fyrsta sinn í langan tíma að samkomulag hefði tekist um að draga úr olíuframleiðslu ríkjanna og því mun olíuverð fara hækkandi eins og það hefur reyndar verið að gera að undanförnu. Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast, m.a. vegna innstreymis gjaldeyris vegna komu ferðamanna, eins kaldhæðnislegt og það er, og Ísland nú samkvæmt nýjust fréttum orðið 7% dýrara en Noregur og ekki langt í land með að nálgast Sviss og verða dýrast. Brexit er á dagskrá í Bretlandi með tilheyrandi lækkun pundsins sem þó hefur aldrei staðið lægra gangvart krónunni, ef ég fer með rétt mál. Donald Trump hefur verið kosinn næsti forseti Bandaríkjanna. Með þeirri óvissu og óútreiknanleika hans gæti fylgt bæði pólitísk og efnahagsleg óvissa þar í landi sem og jafnvel víðar sem gæti hæglega haft áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna um heiminn sem og hingað til lands. Einnig, sé miðað við stöðu Pundsins, eru ferðalög til Íslands sem þegar hafa þótt dýr orðin mögulega of dýr fyrir margan Bretann sem hingað kemur, þar sem mikill hluti þeirra kemur með lággjaldaflugfélögum eins Easy Jet og Wow eða svokallaðir „skinny dip“ Bretar sem nánast engu eyða en vilja allir komast í Bláa Lónið ef svo mætti að orði komast. Fram að þessu hefur lítil sem engin árstíðasveifla verið í komum Breta, sem hafa verið langstærsti hópurinn yfir vetrarmánuðina og nú ásamt Bandaríkjamönnum einnig. En það eru blikur á lofti með það, þó enn séu engin sérstök sjáanleg teikn að svo stöddu að Bretum hafi fækkað enn sem komið er. Það gæti verið okkur áhyggjuefni hins vegar að verðlag hér á landi hefur hækkað um 53% yfir meðaltali ESB landanna frá miðju ári 2015 samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.Þegar byggja skal hótel„Heimurinn þarf að sjá Ísland,“ sagði Gary Steffen, framkvæmdastjóri Canopy vörumerkisins frá Hilton, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið eftir formlega opnun hótelsins í Reykjavík. Það er sömuleiðis það fyrsta í heiminum, eða eins framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna orðið það: fyrsta sinnar tegundar „world wide“, hvorki meira né minna, sem opnaði á eyjunni merkilegu. Það er þó ekki fyrsta „boutique“ hótelið sem opnað hefur verið í Reykjavík, því bæði Hótel Borg og Hótel Holt á sínum tíma voru það svo sannarlega og svo bættist 101 hótel við 2003 sem var í raun fyrsta hótelið á Íslandi sem var hannað og byggt upp sem slíkt. Það getur vel verið að það sé rétt hjá Steffen að heimurinn þurfi að sjá Ísland en það er kannski frekar bara spurning á hvaða verðum það sé. Þó það sé í sjálfu sér ánægjulegt að Hilton og Icelandair hafi uppgötvað „boutique“ hótel rúmlega 30 árum eftir að þau fóru fyrir alvöru af stað, líkt og Starwood keðjan með W-hótelin sín mörgum árum fyrr, er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Oftast er „boutique“ eða „lífstílsconcpetið“ kennt við Annousku Hempel, sem opnaði The Blakes hotel í South Kensington í London 1981 og síðar var það náttúrlega Ian Schrager upp úr 1984 í New York með sitt Morgans hótel (Asia de Cuba) hannað af þeim franska Andreé Putnam. En síðar gerði Schrager samvinnu sína og annars Frakka, Philip Starck, heimsfræga og setti „boutique conceptið“ fyrir alvöru á markað snemma á níunda áratug síðustu aldar svo eftir var tekið. Enda um algjöra byltingu í upplifun að ræða sem hótelgestir höfðu ekki átt að venjast hingað til. Það var í raun orðin ótrúlega skemmtileg upplifun og reynsla að búa á hóteli. Fram að því höfðu margar af þessum hefðbundnu keðjum eins og Holiday Inn, Hilton, Mariott og Haytt og fleiri átt stóru markaðina en fólk var að fjarlægast þessi hótel og vildi ekki lengur búa t.d. á Hilton eða Holiday Inn sem voru orðin of „verksmiðjuleg“, stór og ópersónuleg þar sem gesturinn týndist í hafi annarra gesta og fór lítið fyrir persónulegri þjónustu og upplifun gestsins sem hann þráði svo. Að vera metinn að verðleikum og að viðskiptum hans væru ekki tekið sem sjálfsögðum hlut. Auk þess fannst engin munur á því að búa á einu slíku og gilti þá einu hvort sem þú varst staddur í París, Tókýó eða Kansas City, þau voru steríl og ópersónuleg. Gesturinn upplifði sig auk þess einangraðan í hafi með öðrum gestum þar sem „local“ íbúinn í hverri borg horfði oft á hótel sem einhvers konar eyland og engin tenging skapaðist milli gestsins og staðarins sem hann dvaldi á. „Boutique“ hótelin voru svör margra minni hóteleigenda og einstaklinga við þessu, með því að umbylta upplifun gesta sinna, veita þeim allt annars konar upplifun og athygli af því að búa á hótelum þar sem þau einbeittu sér betur að því að þjóna gestinum persónulega og auka þjónustustigið töluvert auk þess sem þau voru minni, oft 30-80 herbergja að stærð. Þau veittu hverju smáatriði athygli sem og lögðu meiri áherslu á endurkomu gestsins (repeat business) sem eru gjöfulustu viðskiptin sem hægt er að byggja upp frekar en að sjá hann aldrei aftur. Að gesturinn upplifði sig einstakan. Auk þess skipti það máli hvernig hótelið „snerti“ gestinn. Að gera meira úr hönnunarþættinum, að skapa persónulega nálgun hönnuðar eða eigenda sem endurspegluðust í vali á húsgögnum og umgjörð. Rúm, koddar og sængur sem valin voru sem og rétt og vandað lín og handklæði og fleira var af allt öðrum gæðum en þekkst hafði almennt áður. Baðherbergisvörur voru einatt frá alvöru gæðaframleiðendum sem voru þekktir af sérkennum sínum og framleiðslu heldur en að á sjampóinu stæði að væri sértaklega gert fyrir Hilton! Þess utan var allt önnur nálgun á „in room amenities/entertainment“ en þekkst hafði. Mörg herbergjanna voru ekkert endilega eins heldur hvert jafnvel með sinn stíl og hönnun þó svo að standard herbergjanna hafi verið sá sami. Að tengja hótelin miklu frekar við sitt nærumhverfi, þ.e. það land og þá borg sem tiltekið hótel var í með því að tengjast meira lista- og menningarlífi þess lands og að gera meira úr því að skapa það sem ég kalla lifandi „lobby“ fyrir heimamenn hvers staðar fyrir sig þannig að hótelgestinum líði frekar sem einum af heildinni en ekki aðskildum „aðskotahlut“ í nokkra daga í ókunnu landi. Þetta hafa mörg „boutique“ hótel gert mjög vel og 101 hotel í Reykjavík besta dæmið um það hér á landi í dag að mínu mati þótt fleiri hótel hafi svo fylgt í kjölfarið. Fyrir þetta voru væntanlegir gestir jafnvel tilbúnir að borga meira heldur en á hinum viðteknu og leiðinlegu hótelum stóru hótelkeðjanna. Það skapaðist nýr markaður fyrir hótel og má segja að þau hafi stækkað og fundið annað „niche“ á markaðnum sem hafði ekki þekkst fyrir. Auðvitað var þetta líka allt saman gert til að skapa meiri virðisauka fyrir eigendur hótela þar sem gesturinn kaus til dæmis oftar en ekki að eyða sínum krónum og aurum á hótelbarnum frekar en að fara út ef rétta „crowdið“ mætti á hótelið. Stóru hótelkeðjurnar hvorki skildu þetta nýja „concept“ né tóku það sérstaklega alvarlega til að byrja með, en voru með seinni skipum til að annað hvort kaupa sig inn í önnur slík hótel, eins og t.d. Starwood hefur gert með því að kaupa sig inn í Design hotels, eða stofna sín eigin sbr. W hótelin sem hafa gengið vel. Hilton ríður nú greinilega á vaðið með Canopy og veðjar á Ísland sem sinn fyrsta áfangastað enda varla hægt að hundsa markað sem hefur vaxið 24-30% ári síðustu 6 árin.Hvernig eru gæði hótela á Íslandi? Stutta svarið er: ekki mikil. Þau er mörg miðlungs og léleg og ekki verðmiðans virði því verð eru oft í engu samræmi við þá vöru sem gesturinn fær eða kaupir, því miður. Og þegar Cabin hótel í Borgartúni rukkar um 35 þúsund krónur yfir sumartíman fyrir litla skitna káetu veistu að þetta er vandamál. Viðhaldi sem sómi er að er sömuleiðis víða óbótavant, sem helgast kannski af því af því sem að framan greinir að það er einfaldlega miklu meiri eftirspurn en framboð af gistirými sem stendur. Þó ber að taka fram að nokkur hótel eru að gera góða hluti, t.d. eins og Hótel Borg og 101 hotel, þessi eiginlegu boutique hótel á Íslandi, Marina við Slippinn og Alda hótel er efnilegt en ofrukkun fyrir vöru sem ekki er alveg innstæða fyrir að mínu mati og svo Hilton, þó ég sé ekki hrifinn almennt af Hilton eru þeir sem hótel að gera góða hluti og á sanngjörnu verði. Nýja Canopy hefur „potential“ þó það sé svolítið eins og Marina hótelið í öðru veldi hvað hönnun varðar. Gestamóttakan sem slík er skemmtileg og opin, en svolítill fyrirsjáanleiki í hönnun sem er of upptekin af því sem er í tísku núna. Spurningin er hvernig það eldest líkt og Marina. Ég tek fram að ég hef ekki gist þar, enda hótelið verið í byggingu og þróun nánast fram að formlegri opnun nýverið eftir brösuglegt start í sumar. Ég hef þó komið þangað í mat og drykk nokkrum sinnum. Þar er hins vegar vel mannað, gott og þjónustulipurt starfsfólk sem er vel þjálfað og það mega Icelandair hótelin eiga að almennt gera þau það vel þó mín upplifun sé sú að á Canopy sé sett mesta púðrið í það með góðu vali á réttu fólki í störfin. Það er ekki auðvelt verk í þeirri þenslu sem er á landinu í dag og hörgull á fólki, hvað þá góðu fólki, enda myndi ég ætla að Hilton keðjan hafi verið með puttana í hverju smáatriði þar enda viljað fullvissa sig um að ekkert yrði tilviljunum háð. Vel gert. Mér finnst reyndar nafnið Geiri smart rosalega tilgerðarlegt og minnir óþarflega á Sæmund í sparifötunum á Kexhostel sem er meira original. En þetta á sjálfsagt að vera svona, hip og kúl af hótelkeðju að vera en of mikill rembingur í því að mínu mati og algjör óþarfi. Þótt sjálfsagt sé verið að reyna að greina veitingastaðinn frá hótelinu líka með því að gera hann að sjálfstæðari einingu þar sem fólk geti gengið inn af götunni. Aðalvandamálið hér á landi er að það er of mikið reynslu-, þekkingar- og metnaðarleysi sem einkennir marga þá sem koma að rekstri og uppbyggingu hótela hér. Of margir eru með dollaramerkið í augunum og kasta oft til hendinni með lélegu og vondu vali á því sem máli skiptir í gæðum og fleiru, en svo er verði stillt í hæstu hæðir með illa þjálfuðu og óöguðu starfsfólki sem stendur á sama. Amma mín heitin sagði: „Eftir höfðinu dansa limirnir,” þ.e. að þetta er „management“ vandamál. Að kalla t.a.m. eitthvert hótel „lúxus“ sem er kannski skemmtilega hannað sveitahótel er hreinlega bara rangnefni og blekking á þeirri vöru sem er í boði í þjónustu og aðbúnaði, því miður, enda vitnisburður gesta besta svarið við því. Farið til Hong Kong, Parísar eða Cannes og gistið á Ritz Carlton eða á The Oriental í Bangkok, þá vitið þið hvað lúxus er. Ekki þetta íslenska kjánalega tal um hvað sé lúxus. Reynum ekki að skapa eða búa til eitthvað sem við hvorki erum né getum orðið og staðið við! Annað er blekking sem gesturinn mun fyrr en síðar sjá í gegnum þegar svo verði er stillt í hæstu hæðir. Vandamálið er að alltof mörg hótel hér á landi rukka sem stendur of hátt verð miðað við sína vöru og þjónustu án þess að innistæða sé fyrir, þ.e. ekki „value for money“ og til lengri tíma mun það ekki ganga upp. Þetta skýrist eðlilega eins og ég kom inn á áður, að eftirspurnin er meiri en framboðið. Það er engin vandi að sigla vængjum þöndum þegar vindar blása í öll segl og sama hversu illa rekin eða umhirt mörg hótel eru þá geta þau engu að síður verið með fullt hús á of háu verði án þess að fyrir því sé raunveruleg innistæða og það er vandamál. Það vantar hér fleira fagfólk með menntun og reynslu úr hótelgeiranum sem þekkir og skilur út á hvað hótel ganga og gera það af metnaði. Það gerist með því að herða á kröfum sem við gerum til þeirra sem reka, eiga og byggja upp hótel á Íslandi í dag. Þetta gætu t.d. fjárfestar eða eigendur fjármagnsins sem lána til byggingar á hótelum gert kröfu um. Það er því miður víða pottur brotinn þar. Ég hef oft sagt að margir sjái það í hyllingum að eiga hótel án þess í raun að gera sér nokkra grein fyrir því hvað það þýðir. Þetta er þrotlaus vinna aftur og aftur og krefst einbeitingar og hæfileika. Margir halda að það að eiga eða reka hótel sé að standa og brosa framan í gestinn og sýnast með vínglasið í annarri hendi og vindilinn í hinni og treysta svo á Guð og lukku fyrir rest! Það glas mun fljótt tæmast. Frá 2010-2014 hefur gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgað úr rúmlega 800 þúsund í 1,4 milljónir ári. Það er augljóst að framboð á herbergjum á hefðbundnum hótelum eða gistihúsum hefur ekki enn mætt þeirri þörf enda hefur gisting í heimahúsum undir merkjum aribnb aukist á sama tíma um 133% og segir allt sem segja þarf um það. Þó ég ætli ekki að fjalla hér um skoðun mína eða önnur neikvæð áhrif sem airbnb hefur haft bæði á húsnæðis- og leigumarkaðinn og hvað þá aðstöðumuninn gagnvart hótelum þá hefur það klárlega hjálpað til við að hægt hafi verið að taka á móti öllum þeim tæplega 1,7 milljónum ferðamanna sem koma hingað 2016. Að öllu framansögðu er það ljóst miðað við allar spár, séu þær raunhæfar, að við eigum von á allt að 2,5 milljónum ferðamanna til Íslands 2019 og kannski fleirum. Það er sem stendur enn skortur á hótelrýmum í Reykjavík og heyrði ég nefnt að 2.500 herbergi vantaði á næstu 3-4 árum og ef sú er raunin er mikilvægt að vanda vel til verka og ekki byggja bara einhver miðlungsléleg hótel heldur einbeita okkur að því að einblína á gæðin umfram magnið. Við viljum að Ísland sé nokkurs konar „boutique“ land heim að sækja og það sé þess virði í pundum og evrum líka að gista þar. Það þýðir ekki að öll hótel eða gistihús þurfi að vera úr nýjasta Elle Decoration eða Wallpaper heldur að það sé gert með smekklegheitum natni og kunnáttu og fagfólki sem kann og getur en ekki flumbrugangi eða óðagoti og græðgi. Það þarf sömuleiðis að kunna að velja og þjálfa rétt fólk fyrir hvert hótel fyrir sig sem passar inn í það „concept“ sem unnið er með og skilur hvaða markhóps hótelið vill ná til. Það þarf að kenna fólki almennilega og faglega framkomu í tali og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku, önnur mál væru góð viðbót. Væntanlegur starfsmaður þarf að skilja hvað það þýðir að vinna á hóteli og til hvers sé ætlast af honum. Hver er menning og/eða „concept“ þess hótels sem viðkomandi er að fara vinna á? Og hvað gerir hann að ómissandi hlekk í starfseminni svo hann skilji virði sitt og framlag. Þetta er langt frá því að vera almennt í lagi. Ég hef velt því fyrir mér hvort hefja mætti einfalt námskeið fyrir væntanlega starfsmenn hótela sem enga reynslu hafa úr bransanum. Það mætti byggja upp slíkt nám t.a.m. í Tækniskólanum sem hæfist að hausti sem bóklegt nám í þrjá mánuði og við tæki nokkurs konar starfsþjálfun (internship) á ýmsum sviðum hótela í 2-3 mánuði eftir það. Endurtaka svo ferlið eftir áramót með nýju námskeiði og starfsþjálfun á hóteli að vori til. Svo koll af kolli. Þetta gæti ekki einungis bætt þjálfun og skilning verðandi starfsfólks sem nú þegar er fyrirsjáanlegur skortur er á hjá hótelum heldur væri þetta líka virðisaukandi fyrir starfsmanninn í launum um leið og það myndi nýtast hótelum sem tækju þátt í þjálfunarprógramminu með því að fá inn fólk með töluvert betri skilning á hótelstarfsemi og auðvelda þjálfun þess frá upphafi sem og mögulega að bæta úr manneklunni sem svo einkennir stöðuna í dag. Það er sömuleiðis mín skoðun að verið sé að ofbyggja og offjárfesta í hótelum þegar upp er staðið hér enda gerist það oft þegar svona bylgja fer af stað að hóteluppbygging kemur á eftir kúrvunni og svo þegar toppnum er náð er búið að offjárfesta. Þetta er ekkert nýtt heldur hefur gerst víða um heim og t.d. í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum, Prag í Tékklandi og víðar. Sú sviðsmynd sem gæti blasað við væri mögulega mikið fall á meðalverði í gistingu sem hefur verið í hæstu hæðum. Nýting á ársgrundvelli hefur verið þetta 79-86% síðustu sex árin á höfuðborgarsvæðinu þó það segi vissulega ekki alla söguna. Það sem kemur í kassann skiptir öllu máli, en engu að síður mjög góð nýting enda hótelin flest að skila af sér methagnaði á metverði sem er gott enda ekki áður verið í þeirri stöðu þar sem hótel á Íslandi hafa almennt verið of skuldsett og sum jafnvel í gjörgæslu bankanna hér eftir hrun. Versnaði afkoma hótela í samræmi við offramboð á gistirými og/eða með komum færri ferðamanna á næstu árum kæmi það líka fljótlega fram í bókhaldi þeirra og myndu mörg lenda í vandræðum með fjármögnun. Við skulum ekki gleyma því að flest hótel eru fjármögnuð með lánsfé að langstærstum hluta sem gæti haft alvarlegar afleiðingar á svo mörgum sviðum og þá ekki bara fyrir hótelin sjálf. Það er kannski rétt hjá Steffen hjá Canopy að fjölgun ferðamanna er hægt að „stýra“ (ég vil nota laða að) með því bjóða upp á hótel í hærri gæðaflokki en þau verða þá líka að vera það að öllu leyti, ekki bara þegar það kemur að verðinu sem gesturinn er rukkaður um. Marriott Edtion ætlar að opna eins og þekkt er fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi við hlið Hörpu í lok 2018. Ég er reyndar ekki viss um að vöxtur í hótelum hér verði mestur í 4-5 stjörnu hótelum eða „boutique“ hótelum, sem er í sjálfu sér orðið svolítið þreytt „concept“. Heldur í þessum minni einstaklingsíbúðahótelum og/eða hótelum þar sem er gert aðeins meira úr afslöppuðu andrúmslofti og verðinu stillt meira í samræmi við vöruna sem í boði er. Einnig að samsetning þeirra sem koma til Íslands muni endurspegla það þegar allt þetta „Ísland er inn“ dæmi er afstaðið og Hollywood-stjörnurnar búnar að taka þetta út eins og sagt ert og hafa fært sig annað. En hvað veit ég svo sem, þetta er bara mín tilfinning sem er þó byggð á tuttugu ára reynslu úr hótel- og veitingageiranum þar sem ég hef átt þátt í uppbyggingu og rekstri hótela og veitingastaða í Reykjavík. En erfitt er þó um það að spá í allri hreinskilni. Vöxtur út í hið óendanlega er ekki það sem mun skila landinu okkar velgengni þegar fram í sækir, því innviðirnir standast það einfaldlega ekki. Höfum kjark og þor til að segja: „Eyjan er fullbókuð sem stendur.” Gerum þetta af skynsemi svo það sé og verði eftirsóknarvert að koma hingað. Eitt veit ég þó sem ég hef tileinkað mér frá honum afa mínum heitnum sem var frumkvöðull í hótelbransanum hér á sínum tíma og sagði að sígandi lukka væri best. Hún vinnur á eins og hann sagði alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það hafa væntanlega fáir farið varhluta af þeirri miklu hóteluppbyggingu sem á sér stað víða um landið og þó sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjavík. Allir vilja nú Lilju kveðið hafa í þeim efnum og keppist hver aðilinn við annan að reyna að toppa hinn í að opna hótel. Nú vilja allir eiga hótel. Fólki finnst það „inn“ að vera hóteleigandi og þetta minnir óneitanlega á video- og sjoppuvæðingu landans hér snemma á 8. áratug síðustu aldar. En skoðum málið betur. Það má með sanni rekja þennan mikla uppgang í komu ferðamanna að mínu mati til tveggja þátta sem ég held að allir viti hverjir séu, annars vegar hagstætt gengi eftir hrunið 2008-09 og til Eyjafjallagossins 2010 hins vegar. Sem er sérstaklega mælanlegt eftir gosið, þótt skammtímaáhrifin hafi verið neikvæð vissu menn að langtímaáhrifin yrðu jákvæð og í raun svo góð að engin gat séð það fyrir. Einnig er sjálfsagt að minnast á þá frábæru landkynningu sem erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem hafa verið tekin að hluta eða miklu leyti hér á landi undanfarin ár og hafa gefið Íslandi ókeypis umfjöllun í erlendum fjölmiðlum sem verður seint metið til fjár. Þökkum Björk sömuleiðis fyrir hennar þátt hér á fyrri árum. Hér hefur verið rétt um 25-30% fjölgun ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin 5-6 ár sem er ekki raunhæft að ætla um ókomna framtíð þar sem 7-10% vöxtur á ári þætti mjög góður á heimsvísu. Rúv greinir frá því 6. desember síðastliðinn að 50 þúsund fleiri ferðamenn hafi sótt landið heim í nóvember en á sama tíma í fyrra, sem er 38% fjölgun á milli ára og ferðamenn því orðnir 1,6 milljónir frá áramótum. Þótt ég sé ekki endilega einn þeirra sem haldi að það komi skyndilega einhver stífla í komu ferðamanna hingað, þá er ekki ólíklegt líkt og grunn hagfræðin kennir manni að það sem fer upp, kemur aftur niður. Það sé í raun bara spurning hvernig og hvenær það gerist. Í raun veit engin hvar mörkin liggja því allar spár hingað til hafa reynst of varkárar, þótt ótrúlegt sé af þjóð sem kennir sig við bjartsýni en ekki raunsæi. En er vöxtur út í hið óendanlega í greininni endilega fýsilegur fyrir Ísland? Svar mitt við því er nei. En hverjir eru að koma hingað? Bandaríkjamenn og Bretar eru langsamlega fjölmennastir þeirra sem koma til Íslands árið um kring. Árið 2010 komu um 50-60 þúsund Bandaríkjamenn. Nú á þessu ári eru þeir þegar orðnir 325 þúsund eftir því sem ég kemst næst og árið ekki á enda. Þeim hefur fjölgað um 154% á sex árum. Fjölgun Breta hefur verið jafnari og þéttari með árunum enda Ísland töluvert þekktara þar eða „inn“ fyrr ef svo mætti að orði komast. Þeir voru um 243 þúsund árið 2015. Ég læt það vera að fjalla um komur fólks af öðru þjóðerni að sinni. Einnig má að sjálfsögðu mæla þetta óvísindalega með því að horfa á komur erlendu sem og íslensku flugfélaganna sem halda uppi áætlun til Íslands enda eru þau ágætur mælikvarði á slíkt þar sem flugfélög eru fínn púls á það sem er að gerast og fljót að bregðast við bæði meiri eða minni á eftirspurn eftir flugi með því að annað hvort auka eða draga úr framboði á tilteknum leiðum, eða hætta þeim alveg. En að sjálfsögðu er ekki bara um hreina fjölgun að ræða þar sem margir farþegar koma hingað í „transit“ á leið sinni yfir hafið í raun með báðum íslensku félögunum. Alls telst mér til að flugfélögin sem fljúga til og frá Íslandi reglulega séu fjórtán talsins en þau eru sjálfsagt fleiri yfir háannatímann.Blikur á lofti Þær forsendur sem hafa gefið góða raun undanfarin ár, þ.e. hagstætt gengi og lægsta olíuverð í áratugi, eru að breytast. Lágt olíuverð hefur nýst flugfélögum um allan heim vel og t.a.m. tilkynnti American Airlines nýverið um 40% hagnað af starfsemi sinni sem er sá mesti í sögu félagsins og þykir fréttnæmt í Bandaríkjunum þar sem flugfélög hafa frekar en ekki verið röngu megin við núllið. Þetta hefur nýst íslensku flugfélögunum sömuleiðis. En nú tilkynnti OPEC, samtök olíuríkja, í síðustu viku í fyrsta sinn í langan tíma að samkomulag hefði tekist um að draga úr olíuframleiðslu ríkjanna og því mun olíuverð fara hækkandi eins og það hefur reyndar verið að gera að undanförnu. Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast, m.a. vegna innstreymis gjaldeyris vegna komu ferðamanna, eins kaldhæðnislegt og það er, og Ísland nú samkvæmt nýjust fréttum orðið 7% dýrara en Noregur og ekki langt í land með að nálgast Sviss og verða dýrast. Brexit er á dagskrá í Bretlandi með tilheyrandi lækkun pundsins sem þó hefur aldrei staðið lægra gangvart krónunni, ef ég fer með rétt mál. Donald Trump hefur verið kosinn næsti forseti Bandaríkjanna. Með þeirri óvissu og óútreiknanleika hans gæti fylgt bæði pólitísk og efnahagsleg óvissa þar í landi sem og jafnvel víðar sem gæti hæglega haft áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna um heiminn sem og hingað til lands. Einnig, sé miðað við stöðu Pundsins, eru ferðalög til Íslands sem þegar hafa þótt dýr orðin mögulega of dýr fyrir margan Bretann sem hingað kemur, þar sem mikill hluti þeirra kemur með lággjaldaflugfélögum eins Easy Jet og Wow eða svokallaðir „skinny dip“ Bretar sem nánast engu eyða en vilja allir komast í Bláa Lónið ef svo mætti að orði komast. Fram að þessu hefur lítil sem engin árstíðasveifla verið í komum Breta, sem hafa verið langstærsti hópurinn yfir vetrarmánuðina og nú ásamt Bandaríkjamönnum einnig. En það eru blikur á lofti með það, þó enn séu engin sérstök sjáanleg teikn að svo stöddu að Bretum hafi fækkað enn sem komið er. Það gæti verið okkur áhyggjuefni hins vegar að verðlag hér á landi hefur hækkað um 53% yfir meðaltali ESB landanna frá miðju ári 2015 samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.Þegar byggja skal hótel„Heimurinn þarf að sjá Ísland,“ sagði Gary Steffen, framkvæmdastjóri Canopy vörumerkisins frá Hilton, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið eftir formlega opnun hótelsins í Reykjavík. Það er sömuleiðis það fyrsta í heiminum, eða eins framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna orðið það: fyrsta sinnar tegundar „world wide“, hvorki meira né minna, sem opnaði á eyjunni merkilegu. Það er þó ekki fyrsta „boutique“ hótelið sem opnað hefur verið í Reykjavík, því bæði Hótel Borg og Hótel Holt á sínum tíma voru það svo sannarlega og svo bættist 101 hótel við 2003 sem var í raun fyrsta hótelið á Íslandi sem var hannað og byggt upp sem slíkt. Það getur vel verið að það sé rétt hjá Steffen að heimurinn þurfi að sjá Ísland en það er kannski frekar bara spurning á hvaða verðum það sé. Þó það sé í sjálfu sér ánægjulegt að Hilton og Icelandair hafi uppgötvað „boutique“ hótel rúmlega 30 árum eftir að þau fóru fyrir alvöru af stað, líkt og Starwood keðjan með W-hótelin sín mörgum árum fyrr, er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Oftast er „boutique“ eða „lífstílsconcpetið“ kennt við Annousku Hempel, sem opnaði The Blakes hotel í South Kensington í London 1981 og síðar var það náttúrlega Ian Schrager upp úr 1984 í New York með sitt Morgans hótel (Asia de Cuba) hannað af þeim franska Andreé Putnam. En síðar gerði Schrager samvinnu sína og annars Frakka, Philip Starck, heimsfræga og setti „boutique conceptið“ fyrir alvöru á markað snemma á níunda áratug síðustu aldar svo eftir var tekið. Enda um algjöra byltingu í upplifun að ræða sem hótelgestir höfðu ekki átt að venjast hingað til. Það var í raun orðin ótrúlega skemmtileg upplifun og reynsla að búa á hóteli. Fram að því höfðu margar af þessum hefðbundnu keðjum eins og Holiday Inn, Hilton, Mariott og Haytt og fleiri átt stóru markaðina en fólk var að fjarlægast þessi hótel og vildi ekki lengur búa t.d. á Hilton eða Holiday Inn sem voru orðin of „verksmiðjuleg“, stór og ópersónuleg þar sem gesturinn týndist í hafi annarra gesta og fór lítið fyrir persónulegri þjónustu og upplifun gestsins sem hann þráði svo. Að vera metinn að verðleikum og að viðskiptum hans væru ekki tekið sem sjálfsögðum hlut. Auk þess fannst engin munur á því að búa á einu slíku og gilti þá einu hvort sem þú varst staddur í París, Tókýó eða Kansas City, þau voru steríl og ópersónuleg. Gesturinn upplifði sig auk þess einangraðan í hafi með öðrum gestum þar sem „local“ íbúinn í hverri borg horfði oft á hótel sem einhvers konar eyland og engin tenging skapaðist milli gestsins og staðarins sem hann dvaldi á. „Boutique“ hótelin voru svör margra minni hóteleigenda og einstaklinga við þessu, með því að umbylta upplifun gesta sinna, veita þeim allt annars konar upplifun og athygli af því að búa á hótelum þar sem þau einbeittu sér betur að því að þjóna gestinum persónulega og auka þjónustustigið töluvert auk þess sem þau voru minni, oft 30-80 herbergja að stærð. Þau veittu hverju smáatriði athygli sem og lögðu meiri áherslu á endurkomu gestsins (repeat business) sem eru gjöfulustu viðskiptin sem hægt er að byggja upp frekar en að sjá hann aldrei aftur. Að gesturinn upplifði sig einstakan. Auk þess skipti það máli hvernig hótelið „snerti“ gestinn. Að gera meira úr hönnunarþættinum, að skapa persónulega nálgun hönnuðar eða eigenda sem endurspegluðust í vali á húsgögnum og umgjörð. Rúm, koddar og sængur sem valin voru sem og rétt og vandað lín og handklæði og fleira var af allt öðrum gæðum en þekkst hafði almennt áður. Baðherbergisvörur voru einatt frá alvöru gæðaframleiðendum sem voru þekktir af sérkennum sínum og framleiðslu heldur en að á sjampóinu stæði að væri sértaklega gert fyrir Hilton! Þess utan var allt önnur nálgun á „in room amenities/entertainment“ en þekkst hafði. Mörg herbergjanna voru ekkert endilega eins heldur hvert jafnvel með sinn stíl og hönnun þó svo að standard herbergjanna hafi verið sá sami. Að tengja hótelin miklu frekar við sitt nærumhverfi, þ.e. það land og þá borg sem tiltekið hótel var í með því að tengjast meira lista- og menningarlífi þess lands og að gera meira úr því að skapa það sem ég kalla lifandi „lobby“ fyrir heimamenn hvers staðar fyrir sig þannig að hótelgestinum líði frekar sem einum af heildinni en ekki aðskildum „aðskotahlut“ í nokkra daga í ókunnu landi. Þetta hafa mörg „boutique“ hótel gert mjög vel og 101 hotel í Reykjavík besta dæmið um það hér á landi í dag að mínu mati þótt fleiri hótel hafi svo fylgt í kjölfarið. Fyrir þetta voru væntanlegir gestir jafnvel tilbúnir að borga meira heldur en á hinum viðteknu og leiðinlegu hótelum stóru hótelkeðjanna. Það skapaðist nýr markaður fyrir hótel og má segja að þau hafi stækkað og fundið annað „niche“ á markaðnum sem hafði ekki þekkst fyrir. Auðvitað var þetta líka allt saman gert til að skapa meiri virðisauka fyrir eigendur hótela þar sem gesturinn kaus til dæmis oftar en ekki að eyða sínum krónum og aurum á hótelbarnum frekar en að fara út ef rétta „crowdið“ mætti á hótelið. Stóru hótelkeðjurnar hvorki skildu þetta nýja „concept“ né tóku það sérstaklega alvarlega til að byrja með, en voru með seinni skipum til að annað hvort kaupa sig inn í önnur slík hótel, eins og t.d. Starwood hefur gert með því að kaupa sig inn í Design hotels, eða stofna sín eigin sbr. W hótelin sem hafa gengið vel. Hilton ríður nú greinilega á vaðið með Canopy og veðjar á Ísland sem sinn fyrsta áfangastað enda varla hægt að hundsa markað sem hefur vaxið 24-30% ári síðustu 6 árin.Hvernig eru gæði hótela á Íslandi? Stutta svarið er: ekki mikil. Þau er mörg miðlungs og léleg og ekki verðmiðans virði því verð eru oft í engu samræmi við þá vöru sem gesturinn fær eða kaupir, því miður. Og þegar Cabin hótel í Borgartúni rukkar um 35 þúsund krónur yfir sumartíman fyrir litla skitna káetu veistu að þetta er vandamál. Viðhaldi sem sómi er að er sömuleiðis víða óbótavant, sem helgast kannski af því af því sem að framan greinir að það er einfaldlega miklu meiri eftirspurn en framboð af gistirými sem stendur. Þó ber að taka fram að nokkur hótel eru að gera góða hluti, t.d. eins og Hótel Borg og 101 hotel, þessi eiginlegu boutique hótel á Íslandi, Marina við Slippinn og Alda hótel er efnilegt en ofrukkun fyrir vöru sem ekki er alveg innstæða fyrir að mínu mati og svo Hilton, þó ég sé ekki hrifinn almennt af Hilton eru þeir sem hótel að gera góða hluti og á sanngjörnu verði. Nýja Canopy hefur „potential“ þó það sé svolítið eins og Marina hótelið í öðru veldi hvað hönnun varðar. Gestamóttakan sem slík er skemmtileg og opin, en svolítill fyrirsjáanleiki í hönnun sem er of upptekin af því sem er í tísku núna. Spurningin er hvernig það eldest líkt og Marina. Ég tek fram að ég hef ekki gist þar, enda hótelið verið í byggingu og þróun nánast fram að formlegri opnun nýverið eftir brösuglegt start í sumar. Ég hef þó komið þangað í mat og drykk nokkrum sinnum. Þar er hins vegar vel mannað, gott og þjónustulipurt starfsfólk sem er vel þjálfað og það mega Icelandair hótelin eiga að almennt gera þau það vel þó mín upplifun sé sú að á Canopy sé sett mesta púðrið í það með góðu vali á réttu fólki í störfin. Það er ekki auðvelt verk í þeirri þenslu sem er á landinu í dag og hörgull á fólki, hvað þá góðu fólki, enda myndi ég ætla að Hilton keðjan hafi verið með puttana í hverju smáatriði þar enda viljað fullvissa sig um að ekkert yrði tilviljunum háð. Vel gert. Mér finnst reyndar nafnið Geiri smart rosalega tilgerðarlegt og minnir óþarflega á Sæmund í sparifötunum á Kexhostel sem er meira original. En þetta á sjálfsagt að vera svona, hip og kúl af hótelkeðju að vera en of mikill rembingur í því að mínu mati og algjör óþarfi. Þótt sjálfsagt sé verið að reyna að greina veitingastaðinn frá hótelinu líka með því að gera hann að sjálfstæðari einingu þar sem fólk geti gengið inn af götunni. Aðalvandamálið hér á landi er að það er of mikið reynslu-, þekkingar- og metnaðarleysi sem einkennir marga þá sem koma að rekstri og uppbyggingu hótela hér. Of margir eru með dollaramerkið í augunum og kasta oft til hendinni með lélegu og vondu vali á því sem máli skiptir í gæðum og fleiru, en svo er verði stillt í hæstu hæðir með illa þjálfuðu og óöguðu starfsfólki sem stendur á sama. Amma mín heitin sagði: „Eftir höfðinu dansa limirnir,” þ.e. að þetta er „management“ vandamál. Að kalla t.a.m. eitthvert hótel „lúxus“ sem er kannski skemmtilega hannað sveitahótel er hreinlega bara rangnefni og blekking á þeirri vöru sem er í boði í þjónustu og aðbúnaði, því miður, enda vitnisburður gesta besta svarið við því. Farið til Hong Kong, Parísar eða Cannes og gistið á Ritz Carlton eða á The Oriental í Bangkok, þá vitið þið hvað lúxus er. Ekki þetta íslenska kjánalega tal um hvað sé lúxus. Reynum ekki að skapa eða búa til eitthvað sem við hvorki erum né getum orðið og staðið við! Annað er blekking sem gesturinn mun fyrr en síðar sjá í gegnum þegar svo verði er stillt í hæstu hæðir. Vandamálið er að alltof mörg hótel hér á landi rukka sem stendur of hátt verð miðað við sína vöru og þjónustu án þess að innistæða sé fyrir, þ.e. ekki „value for money“ og til lengri tíma mun það ekki ganga upp. Þetta skýrist eðlilega eins og ég kom inn á áður, að eftirspurnin er meiri en framboðið. Það er engin vandi að sigla vængjum þöndum þegar vindar blása í öll segl og sama hversu illa rekin eða umhirt mörg hótel eru þá geta þau engu að síður verið með fullt hús á of háu verði án þess að fyrir því sé raunveruleg innistæða og það er vandamál. Það vantar hér fleira fagfólk með menntun og reynslu úr hótelgeiranum sem þekkir og skilur út á hvað hótel ganga og gera það af metnaði. Það gerist með því að herða á kröfum sem við gerum til þeirra sem reka, eiga og byggja upp hótel á Íslandi í dag. Þetta gætu t.d. fjárfestar eða eigendur fjármagnsins sem lána til byggingar á hótelum gert kröfu um. Það er því miður víða pottur brotinn þar. Ég hef oft sagt að margir sjái það í hyllingum að eiga hótel án þess í raun að gera sér nokkra grein fyrir því hvað það þýðir. Þetta er þrotlaus vinna aftur og aftur og krefst einbeitingar og hæfileika. Margir halda að það að eiga eða reka hótel sé að standa og brosa framan í gestinn og sýnast með vínglasið í annarri hendi og vindilinn í hinni og treysta svo á Guð og lukku fyrir rest! Það glas mun fljótt tæmast. Frá 2010-2014 hefur gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgað úr rúmlega 800 þúsund í 1,4 milljónir ári. Það er augljóst að framboð á herbergjum á hefðbundnum hótelum eða gistihúsum hefur ekki enn mætt þeirri þörf enda hefur gisting í heimahúsum undir merkjum aribnb aukist á sama tíma um 133% og segir allt sem segja þarf um það. Þó ég ætli ekki að fjalla hér um skoðun mína eða önnur neikvæð áhrif sem airbnb hefur haft bæði á húsnæðis- og leigumarkaðinn og hvað þá aðstöðumuninn gagnvart hótelum þá hefur það klárlega hjálpað til við að hægt hafi verið að taka á móti öllum þeim tæplega 1,7 milljónum ferðamanna sem koma hingað 2016. Að öllu framansögðu er það ljóst miðað við allar spár, séu þær raunhæfar, að við eigum von á allt að 2,5 milljónum ferðamanna til Íslands 2019 og kannski fleirum. Það er sem stendur enn skortur á hótelrýmum í Reykjavík og heyrði ég nefnt að 2.500 herbergi vantaði á næstu 3-4 árum og ef sú er raunin er mikilvægt að vanda vel til verka og ekki byggja bara einhver miðlungsléleg hótel heldur einbeita okkur að því að einblína á gæðin umfram magnið. Við viljum að Ísland sé nokkurs konar „boutique“ land heim að sækja og það sé þess virði í pundum og evrum líka að gista þar. Það þýðir ekki að öll hótel eða gistihús þurfi að vera úr nýjasta Elle Decoration eða Wallpaper heldur að það sé gert með smekklegheitum natni og kunnáttu og fagfólki sem kann og getur en ekki flumbrugangi eða óðagoti og græðgi. Það þarf sömuleiðis að kunna að velja og þjálfa rétt fólk fyrir hvert hótel fyrir sig sem passar inn í það „concept“ sem unnið er með og skilur hvaða markhóps hótelið vill ná til. Það þarf að kenna fólki almennilega og faglega framkomu í tali og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku, önnur mál væru góð viðbót. Væntanlegur starfsmaður þarf að skilja hvað það þýðir að vinna á hóteli og til hvers sé ætlast af honum. Hver er menning og/eða „concept“ þess hótels sem viðkomandi er að fara vinna á? Og hvað gerir hann að ómissandi hlekk í starfseminni svo hann skilji virði sitt og framlag. Þetta er langt frá því að vera almennt í lagi. Ég hef velt því fyrir mér hvort hefja mætti einfalt námskeið fyrir væntanlega starfsmenn hótela sem enga reynslu hafa úr bransanum. Það mætti byggja upp slíkt nám t.a.m. í Tækniskólanum sem hæfist að hausti sem bóklegt nám í þrjá mánuði og við tæki nokkurs konar starfsþjálfun (internship) á ýmsum sviðum hótela í 2-3 mánuði eftir það. Endurtaka svo ferlið eftir áramót með nýju námskeiði og starfsþjálfun á hóteli að vori til. Svo koll af kolli. Þetta gæti ekki einungis bætt þjálfun og skilning verðandi starfsfólks sem nú þegar er fyrirsjáanlegur skortur er á hjá hótelum heldur væri þetta líka virðisaukandi fyrir starfsmanninn í launum um leið og það myndi nýtast hótelum sem tækju þátt í þjálfunarprógramminu með því að fá inn fólk með töluvert betri skilning á hótelstarfsemi og auðvelda þjálfun þess frá upphafi sem og mögulega að bæta úr manneklunni sem svo einkennir stöðuna í dag. Það er sömuleiðis mín skoðun að verið sé að ofbyggja og offjárfesta í hótelum þegar upp er staðið hér enda gerist það oft þegar svona bylgja fer af stað að hóteluppbygging kemur á eftir kúrvunni og svo þegar toppnum er náð er búið að offjárfesta. Þetta er ekkert nýtt heldur hefur gerst víða um heim og t.d. í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum, Prag í Tékklandi og víðar. Sú sviðsmynd sem gæti blasað við væri mögulega mikið fall á meðalverði í gistingu sem hefur verið í hæstu hæðum. Nýting á ársgrundvelli hefur verið þetta 79-86% síðustu sex árin á höfuðborgarsvæðinu þó það segi vissulega ekki alla söguna. Það sem kemur í kassann skiptir öllu máli, en engu að síður mjög góð nýting enda hótelin flest að skila af sér methagnaði á metverði sem er gott enda ekki áður verið í þeirri stöðu þar sem hótel á Íslandi hafa almennt verið of skuldsett og sum jafnvel í gjörgæslu bankanna hér eftir hrun. Versnaði afkoma hótela í samræmi við offramboð á gistirými og/eða með komum færri ferðamanna á næstu árum kæmi það líka fljótlega fram í bókhaldi þeirra og myndu mörg lenda í vandræðum með fjármögnun. Við skulum ekki gleyma því að flest hótel eru fjármögnuð með lánsfé að langstærstum hluta sem gæti haft alvarlegar afleiðingar á svo mörgum sviðum og þá ekki bara fyrir hótelin sjálf. Það er kannski rétt hjá Steffen hjá Canopy að fjölgun ferðamanna er hægt að „stýra“ (ég vil nota laða að) með því bjóða upp á hótel í hærri gæðaflokki en þau verða þá líka að vera það að öllu leyti, ekki bara þegar það kemur að verðinu sem gesturinn er rukkaður um. Marriott Edtion ætlar að opna eins og þekkt er fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi við hlið Hörpu í lok 2018. Ég er reyndar ekki viss um að vöxtur í hótelum hér verði mestur í 4-5 stjörnu hótelum eða „boutique“ hótelum, sem er í sjálfu sér orðið svolítið þreytt „concept“. Heldur í þessum minni einstaklingsíbúðahótelum og/eða hótelum þar sem er gert aðeins meira úr afslöppuðu andrúmslofti og verðinu stillt meira í samræmi við vöruna sem í boði er. Einnig að samsetning þeirra sem koma til Íslands muni endurspegla það þegar allt þetta „Ísland er inn“ dæmi er afstaðið og Hollywood-stjörnurnar búnar að taka þetta út eins og sagt ert og hafa fært sig annað. En hvað veit ég svo sem, þetta er bara mín tilfinning sem er þó byggð á tuttugu ára reynslu úr hótel- og veitingageiranum þar sem ég hef átt þátt í uppbyggingu og rekstri hótela og veitingastaða í Reykjavík. En erfitt er þó um það að spá í allri hreinskilni. Vöxtur út í hið óendanlega er ekki það sem mun skila landinu okkar velgengni þegar fram í sækir, því innviðirnir standast það einfaldlega ekki. Höfum kjark og þor til að segja: „Eyjan er fullbókuð sem stendur.” Gerum þetta af skynsemi svo það sé og verði eftirsóknarvert að koma hingað. Eitt veit ég þó sem ég hef tileinkað mér frá honum afa mínum heitnum sem var frumkvöðull í hótelbransanum hér á sínum tíma og sagði að sígandi lukka væri best. Hún vinnur á eins og hann sagði alltaf.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun