Fulltrúar flokkanna fimm hittast á fundi síðdegis Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 12:26 Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Fulltrúar flokkanna fimm sem eiga í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hittast á fundi síðdegis. Þingmaður Viðreisnar segir að nú fari að skýrast hvort viðræðunum verði haldið áfram eða hvort þeim verði slitið. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni, Pírata stjórnarmyndunarumboð fyrir níu dögum og undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata átt í óformlegum viðræðum. Flokkarnir ræddu sjávarútvegsmál á föstudag og sama er uppi á teningnum í dag en fulltrúar flokkanna hittast á fundi seinni partinn. Búist er við að ákvörðun um hvort flokkarnir taki upp formlegar viðræður skýrist í kvöld eða á morgun. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar segir menn vera komna að þeim tímapunkti í þessum óformlegu viðræðum að menn verði að fara leggja mat á hvert framhaldið verður. „Það mun fara að skýrast fljótlega, ég held að menn séu að komast á þann tímapunkt í viðræðunum að geta farið að leggja mat á það hvort að það sé eitthvað sem eigi að halda áfram með ekki,“ sagði Þorsteinn á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar stillti væntingum um gang viðræðnanna í hóf í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Smári McCarty, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir næðu saman. Benedikt sagði á Stöð 2 í gær að flokkarnir fimm væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en Þorsteinn Víglundsson segir að engin niðurstaða liggi fyrir í sjávarútvegsmálum viðræðum flokkanna nú. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur þáttarins og hún segist ekki sjá annað en að flokkarnir ættu að geta náð saman ef horft er til stefnumála þeirra fyrir kosningar. „Auðvitað eru mismunandi áherslur hjá flokkum en mér hefur sýnst að málefnin hjá þessum flokkum gefi það til kynna að þau ættu að ná saman, þetta eru allt vinstri-miðjuflokkar og ég sé ekki á hverju ætti að steyta,“ sagði Sigríður. Hlusta má á innslagið úr Sprengisandi í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent