„Það eru yfirgnæfandi líkur á að við náum saman“ Ásgeir Erlendsson skrifar 10. desember 2016 12:25 Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki." Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki."
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira