Hylla framlag læknisins til skipulags fyrir einni öld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 14:15 Ásdís Hlökk telur áhugavert fyrir alla sem vinna við skipulagsmál að kynna sér tillögur Guðmundar Hannessonar læknis. Vísir/GVA Skipulagið hans Guðmundar kemur lygilega vel undan öldinni og hefur staðist vel tímans tönn,“ segir Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur. Þar á hún við hugmyndir sem Guðmundur Hannesson læknir setti fram í ritinu Um skipulag bæja sem út kom árið 1916. Það hefur nú verið gefið út aftur, auk annars rits, Aldarspegils, þar sem nútímafólk eins og Ásdís metur þessar hundrað ára gömlu hugmyndir. En veit hún af hverju lækninum voru skipulagsmál svona hugleikin? „Þegar Guðmundur var í sínu námi í Danmörku þá setti hann sig vel inn í það nýjasta sem var að gerast í skipulagskenningum og uppbyggingu bæja í Evrópu. Afleiðingar iðnvæðingarinnar voru þar skýr, miklir flutningar fólks úr sveitum í borgir og við farsóttir var að etja sem stöfuðu af óheilnæmu húsnæði, skorti á hreinu vatni og ófullnægjandi fráveitum. Því voru náin tengsl milli viðfangsefna í skipulagsvinnu og heilbrigðismálum. Það er eflaust þannig sem hans áhugi kviknar. Auk þess að koma út áðurnefndu riti 1916 var Guðmundur hvatamaður að fyrstu skipulagslögum landsins árið 1921. Með þeim varð til formleg nefnd sem var falið að vinna skipulag fyrir þéttbýlisstaði, kauptún og sjávarþorp. Sjálfur hlaut hann sæti í þeirri nefnd sem sérfræðingur á sviði heilbrigðismála. Hinir voru Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins og Geir Zoëga vegamálastjóri. Þeir fóru um landið og unnu skipulag að meira og minna öllum þéttbýlisstöðum. Þær hugmyndir sem Guðmundur setti fram í bók sinni lágu þar til grundvallar og nefndin hvatti hreppsnefndir til að kynna sér bókina.“ Þótt þetta virðist hafa verið einfalt fyrirkomulag hvað stjórnsýslu varðar hrósar Ásdís Hlökk Guðmundi lækni fyrir víðsýni. „Hann er ekki bara að hugsa um línur og lagnir og lóðir og götur, hann hugsar um fagurfræði, jöfnuð, rekstur sveitarfélaga og þarfir atvinnulífsins. Þetta rit er ekkert gríðarlegt að vöxtum, rúmar 200 síður, en það kemur mörgu að og nú þegar öld er liðin frá útgáfu þess fannst okkur við hæfi að endurútgefa það og um leið að hylla framlag Guðmundar til þessa málaflokks. Lendingin var að fara í tveggja binda útgáfu, annað bindið er endurúrgefið rit Guðmundar en hitt nefnist Aldarspegill og þar eru fjögur úr bransanum með greinar. Ásdís Hlökk beinir sjónum að bæjarmynd og byggðamynstri, Pétur H. Ármannsson fjallar um húsagerð og hönnun, Salvör Jónsdóttir skoðar félagslega og efnahagslega þætti skipulagsmála og Dagur B. Eggertsson skrifar um tengsl lýðheilsu og skipulags. Loks bregða Páll Pétursson fyrrverandi ráðherra og Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ljósi á persónu og lífshlaup Guðmundar Hannessonar. Guðmundur var afabróðir Páls og þau hjón búa að safni með bréfum sem fóru á milli þeirra bræðra. „Niðurstaða okkar allra er sú að það sé sérstakt hvað þessi maður var framsýnn og ég tel áhugavert fyrir þá sem vinna við skipulagsmál að kynna sér tillögur hans.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember 2016. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skipulagið hans Guðmundar kemur lygilega vel undan öldinni og hefur staðist vel tímans tönn,“ segir Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur. Þar á hún við hugmyndir sem Guðmundur Hannesson læknir setti fram í ritinu Um skipulag bæja sem út kom árið 1916. Það hefur nú verið gefið út aftur, auk annars rits, Aldarspegils, þar sem nútímafólk eins og Ásdís metur þessar hundrað ára gömlu hugmyndir. En veit hún af hverju lækninum voru skipulagsmál svona hugleikin? „Þegar Guðmundur var í sínu námi í Danmörku þá setti hann sig vel inn í það nýjasta sem var að gerast í skipulagskenningum og uppbyggingu bæja í Evrópu. Afleiðingar iðnvæðingarinnar voru þar skýr, miklir flutningar fólks úr sveitum í borgir og við farsóttir var að etja sem stöfuðu af óheilnæmu húsnæði, skorti á hreinu vatni og ófullnægjandi fráveitum. Því voru náin tengsl milli viðfangsefna í skipulagsvinnu og heilbrigðismálum. Það er eflaust þannig sem hans áhugi kviknar. Auk þess að koma út áðurnefndu riti 1916 var Guðmundur hvatamaður að fyrstu skipulagslögum landsins árið 1921. Með þeim varð til formleg nefnd sem var falið að vinna skipulag fyrir þéttbýlisstaði, kauptún og sjávarþorp. Sjálfur hlaut hann sæti í þeirri nefnd sem sérfræðingur á sviði heilbrigðismála. Hinir voru Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins og Geir Zoëga vegamálastjóri. Þeir fóru um landið og unnu skipulag að meira og minna öllum þéttbýlisstöðum. Þær hugmyndir sem Guðmundur setti fram í bók sinni lágu þar til grundvallar og nefndin hvatti hreppsnefndir til að kynna sér bókina.“ Þótt þetta virðist hafa verið einfalt fyrirkomulag hvað stjórnsýslu varðar hrósar Ásdís Hlökk Guðmundi lækni fyrir víðsýni. „Hann er ekki bara að hugsa um línur og lagnir og lóðir og götur, hann hugsar um fagurfræði, jöfnuð, rekstur sveitarfélaga og þarfir atvinnulífsins. Þetta rit er ekkert gríðarlegt að vöxtum, rúmar 200 síður, en það kemur mörgu að og nú þegar öld er liðin frá útgáfu þess fannst okkur við hæfi að endurútgefa það og um leið að hylla framlag Guðmundar til þessa málaflokks. Lendingin var að fara í tveggja binda útgáfu, annað bindið er endurúrgefið rit Guðmundar en hitt nefnist Aldarspegill og þar eru fjögur úr bransanum með greinar. Ásdís Hlökk beinir sjónum að bæjarmynd og byggðamynstri, Pétur H. Ármannsson fjallar um húsagerð og hönnun, Salvör Jónsdóttir skoðar félagslega og efnahagslega þætti skipulagsmála og Dagur B. Eggertsson skrifar um tengsl lýðheilsu og skipulags. Loks bregða Páll Pétursson fyrrverandi ráðherra og Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ljósi á persónu og lífshlaup Guðmundar Hannessonar. Guðmundur var afabróðir Páls og þau hjón búa að safni með bréfum sem fóru á milli þeirra bræðra. „Niðurstaða okkar allra er sú að það sé sérstakt hvað þessi maður var framsýnn og ég tel áhugavert fyrir þá sem vinna við skipulagsmál að kynna sér tillögur hans.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. desember 2016.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira