Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill breytt verklag við veitingu ríkisborgararéttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 20:25 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“ Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira