Geðveik jólagjöf María Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2016 07:00 Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi María Bjarnadóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun
Landlæknir skrifaði nýlega um að Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun ætti rætur í kerfisvanda og að það þyrfti að huga að fleiri geðheilbrigðisúrræðum en ávísun lyfja. Þetta eru engar fréttir fyrir almenning sem hefur kallað eftir auknu aðgengi að sálfræðiþjónustu. Það er undirskriftalisti á Facebook. Þetta var meira að segja sjóðheitt kosningamál. Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um að það þyrfti aukið fjármagn í geðheilbrigðismál. Meira fjármagn og fleiri sálfræðinga. Alveg akút. Fjármálaráðherra sagði í umræðum um heilbrigðismál fyrir kosningar að við værum „að missa alltof margt ungt fólk í örorku af því að við erum að bregðast þessu fólki á fyrstu stigum vandans“. Nýkjörinn þingmaður Pírata var í mikilvægu viðtali í vikunni þar sem hann benti á að íslenskt samfélag hefði misst 49 einstaklinga í sjálfsvíg á síðasta ári og að það yrði að veita fé til forvarna og stórauka þjónustu. Það væri hreinlega lífsnauðsynlegt. Heppilegt að nú eru til umræðu fjárlög á Alþingi. Í frumvarpinu er tekið fram að auka eigi fjármagn til heilsugæslu svo hún geti veitt sálfræðiþjónustu í samræmi við ályktun Alþingis frá í apríl. Fjárhæðin er 60 milljónir. Með launatengdum gjöldum dekkar þetta laun fyrir rúmlega 6 sálfræðinga. Þvílík ofurmenni ef þessir 6 starfsmenn eiga að duga til að bregðast við vandanum. Hvernig væri að þingmenn myndu standa við gefin kosningaloforð, bregðast við ábendingum sérfræðinga og notenda og þrykkja í gegn almennilegri fjárveitingu í málaflokkinn? Væri það ekki geðveik jólagjöf til okkar allra? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun