Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar 22. október 2025 17:00 Oft hefur það verið slæmt, en þó sjaldnar meira en á síðustu mánuðum þegar kemur að lagasetningu á bifhjól og ákvörðun á gjöldum þeim til handa. Bifhjólafólk á Íslandi er orðið vant því að gengið sé fram hjá tillögum þeirra og ekkert á það hlustað. Á þessu ári hefur þó tekið steininn úr og síðustu tillögur um kílómetragjald og hækkanir á vörugjöldum gætu orðið dropinn sem fyllir mælirinn. Við skulum aðeins skoða síðustu 15 ár og sjá hvað stjórnvöld hafa fært okkur til handa. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um vörugjöld þar sem gjaldið fór eftir losun CO2 fyrir alla bíla. Þar voru bifhjól tekin út fyrir sviga og látin bera 30% vörugjald, en staðreyndin er sú að bifhjól eru frekar vistvæn ökutæki og hefðu velflest farið í 10-15% gjald ef þau hefðu fengið að vera með. Nú á að auka enn við óréttlætið og hækka bifhjólin í 40%, þrátt fyrir stefnu stjórnvalda að láta vistvæn ökutæki njóta þess í vörugjöldum. Nú eiga bifhjól að fara að borga 4,15 kr kílómetragjald á meðan bílar borga 6,7 kr og sumum gæti kannski dottið í hug að það sé sanngjarnt. Þegar farið er að skoða málið kemur hið gangstæða í ljós, enda nota bifhjól í fyrsta lagi göturnar 3-4 sinnum minna og slíta yfirborði vega mörg þúsund sinnum minna en önnur ökutæki í hverri ferð. Munar þar mest um að þau eru miklu léttari, hafa mun minni og færri snertifleti og nota þar að auki síður þá hluta götunnar sem að kallast hjólför. Loks má benda á að hvergi er sérstaklega tekið tillit til þarfa bifhjólafólks í vegakerfinu, þrátt fyrir mýmargar ábendingar þess efnis. Við gildistöku þriðju ökuréttindalöggjafarinnar var réttindaflokkum á bifhjól breytt mikið og til hins verra, og fóru íslensk stjórnvöld, sem alltaf hafa farið vægustu leið í aldursákvæðum varðandi ökuréttindi, þá hörðustu þegar kom að bifhjólum. Mótorhjólapróf hafði staðið samhliða bílprófi árum saman og þurfti að samræma það nýjum Evrópureglum. Tillaga Snigla árið 2011 hljóðaði þannig að miða AM réttindi áfram við 15 ár, A1 réttindi við 16 ár og A2 réttindi við 17 ár, sem eru hin eiginlegu mótorhjólaréttindi. Þess í stað ákváðu stjórnvöld að miða mótorhjólapróf við A1 réttindi sem eru 125 rsm bifhjól. Afleiðingin síðan þá er einfaldlega sú að einungis mjög lítill hópur (10-20 manns) tekur A1 réttindi ár hvert, og flestir bíða þar til þeir geta tekið réttindi beint á stærra hjól. Rannsóknir erlendis frá þar sem meira er miðað við notkun A1 bifhjóla en hér, sýna allar fram á að þeir sem byrja á A1 bifhjólum eru síður líklegri til að lenda í slysum á stærri bifhjólum. Nokkrum árum síðar var allt komið í óefni vegna mikillar fjölgunar alls konar gangstéttarökutækja, aðallega bensínknúinna og rafknúinna vespa. Þá lögðu Sniglar til við Samgöngunefnd, í samstarfi við ökuskóla, Samgöngustofu og Lögregluna til einfalda lagasetningu til að koma þeim málum í eðlilegan farveg. Yrðu þessi farartæki gerð skráningarskyld, þó undanþegin skoðunarskyldu og notendum gert skylt að sitja stutt, tveggja kennslustunda námskeið um hættur varðandi létt bifhjól og nauðsyn hjálmanotkunar. Þá var einnig lagt til að aðeins mætti nota slík ökutæki á götum með 30 km hámarskhraða, eða á þartilgerðum reiðhjólastígum. Þessu mótmæltu hagsmunasamtök reiðhjólafólks og báru við hugtakinu ferðafrelsi, sem gæti haft það í för með sér að það yrði skert og þar af leiðandi möguleikar þess til að nota reiðhjól hvar sem er. Samgöngunefnd þorði ekki að taka á málinu og afleiðingar þess má sjá vel í dag. Á svipuðum tíma fóru Sniglar af stað og vildu sjá Reykjavíkurborg fara af stað með góðu fordæmi og setja upp bifhjólastæði víða um borgina. Nota skyldi stæði sem hentuðu illa undir fjórhjóla ökutæki og bjóða öllum tvíhjóla ökutækjum að nota þessi stæði. Fóru aðilar á vegum Snigla á stúfana og fundu marga hentuga staði undir slík stæði fyrir borgina og kynntu þetta á fundi með borgarstarfsmönnum. Þar var vægast sagt tekið fálega í þessar hugmyndir, og spurt hvað við værum eiginlega að meina með þessum tillögum og fegnu Sniglar ekki annan fund með borginni. Maður getur spurt sig hvort að umhverfi reiðhjólastíga borgarinnar væri eins í dag, ef þessar tillögur hefðu verið skoðaðar á sínum tíma? Á Íslandi skal samkvæmt lögum skoða bifhjól einu sinni á ári, líkt og með bifreiðar. Bifhjól eru ekki notuð á veturnar að jafnaði og aka venjulega 3-4 sinnum minna en bifreiðar ár hvert. Einmitt þess vegna er skylduskoðum bifhjóla víðast hvar aðeins á tveggja ára fresti og hafa þau lönd þó lengra aksturstímabil. Fornhjól skal skoða á tveggja ára fresti, sem eru undanþegin skoðum víðasthvar annarsstaðar. Þegar bílaleigur, ökukennslubifreiðar og fleiri fengu lækkun á vörugjöldum á sínum tíma var notast við hugtakið bifreið í reglugerðinni. Bifhjólaferðafyrirtækið Biking Viking og Ökukennarafélagið báðu um álit á þessu og hvort að lækkunin næði þá einnig til ökutækja fyrir mótorhjólaleigur og kennslubifhjól. Skemmst er frá að segja að vegna orðlags reglugerðarinnar var svarið að svo væri ekki, einfaldlega hefði gleymst að gera ráð fyrir þeim í reglugerðinni. Í þessari samantekt læt ég hjá líða að fjalla um margs konar tillögur/greinargerðir Snigla er lúta að betra vegumhverfi, umferðarmannvirkjum og fleira sem lítið sem ekkert tillit hefur verið tekið til af yfirvöldum í þeim málaflokki. Kannski er kominn tími til að taka upp hanskann þar líka? Höfundur er bifhjólakennari og hefur tekið þátt í hagsmunastarfi bifhjólafólks í meira en þrjá áratugi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Umferð Alþingi Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Oft hefur það verið slæmt, en þó sjaldnar meira en á síðustu mánuðum þegar kemur að lagasetningu á bifhjól og ákvörðun á gjöldum þeim til handa. Bifhjólafólk á Íslandi er orðið vant því að gengið sé fram hjá tillögum þeirra og ekkert á það hlustað. Á þessu ári hefur þó tekið steininn úr og síðustu tillögur um kílómetragjald og hækkanir á vörugjöldum gætu orðið dropinn sem fyllir mælirinn. Við skulum aðeins skoða síðustu 15 ár og sjá hvað stjórnvöld hafa fært okkur til handa. Árið 2010 samþykkti Alþingi lög um vörugjöld þar sem gjaldið fór eftir losun CO2 fyrir alla bíla. Þar voru bifhjól tekin út fyrir sviga og látin bera 30% vörugjald, en staðreyndin er sú að bifhjól eru frekar vistvæn ökutæki og hefðu velflest farið í 10-15% gjald ef þau hefðu fengið að vera með. Nú á að auka enn við óréttlætið og hækka bifhjólin í 40%, þrátt fyrir stefnu stjórnvalda að láta vistvæn ökutæki njóta þess í vörugjöldum. Nú eiga bifhjól að fara að borga 4,15 kr kílómetragjald á meðan bílar borga 6,7 kr og sumum gæti kannski dottið í hug að það sé sanngjarnt. Þegar farið er að skoða málið kemur hið gangstæða í ljós, enda nota bifhjól í fyrsta lagi göturnar 3-4 sinnum minna og slíta yfirborði vega mörg þúsund sinnum minna en önnur ökutæki í hverri ferð. Munar þar mest um að þau eru miklu léttari, hafa mun minni og færri snertifleti og nota þar að auki síður þá hluta götunnar sem að kallast hjólför. Loks má benda á að hvergi er sérstaklega tekið tillit til þarfa bifhjólafólks í vegakerfinu, þrátt fyrir mýmargar ábendingar þess efnis. Við gildistöku þriðju ökuréttindalöggjafarinnar var réttindaflokkum á bifhjól breytt mikið og til hins verra, og fóru íslensk stjórnvöld, sem alltaf hafa farið vægustu leið í aldursákvæðum varðandi ökuréttindi, þá hörðustu þegar kom að bifhjólum. Mótorhjólapróf hafði staðið samhliða bílprófi árum saman og þurfti að samræma það nýjum Evrópureglum. Tillaga Snigla árið 2011 hljóðaði þannig að miða AM réttindi áfram við 15 ár, A1 réttindi við 16 ár og A2 réttindi við 17 ár, sem eru hin eiginlegu mótorhjólaréttindi. Þess í stað ákváðu stjórnvöld að miða mótorhjólapróf við A1 réttindi sem eru 125 rsm bifhjól. Afleiðingin síðan þá er einfaldlega sú að einungis mjög lítill hópur (10-20 manns) tekur A1 réttindi ár hvert, og flestir bíða þar til þeir geta tekið réttindi beint á stærra hjól. Rannsóknir erlendis frá þar sem meira er miðað við notkun A1 bifhjóla en hér, sýna allar fram á að þeir sem byrja á A1 bifhjólum eru síður líklegri til að lenda í slysum á stærri bifhjólum. Nokkrum árum síðar var allt komið í óefni vegna mikillar fjölgunar alls konar gangstéttarökutækja, aðallega bensínknúinna og rafknúinna vespa. Þá lögðu Sniglar til við Samgöngunefnd, í samstarfi við ökuskóla, Samgöngustofu og Lögregluna til einfalda lagasetningu til að koma þeim málum í eðlilegan farveg. Yrðu þessi farartæki gerð skráningarskyld, þó undanþegin skoðunarskyldu og notendum gert skylt að sitja stutt, tveggja kennslustunda námskeið um hættur varðandi létt bifhjól og nauðsyn hjálmanotkunar. Þá var einnig lagt til að aðeins mætti nota slík ökutæki á götum með 30 km hámarskhraða, eða á þartilgerðum reiðhjólastígum. Þessu mótmæltu hagsmunasamtök reiðhjólafólks og báru við hugtakinu ferðafrelsi, sem gæti haft það í för með sér að það yrði skert og þar af leiðandi möguleikar þess til að nota reiðhjól hvar sem er. Samgöngunefnd þorði ekki að taka á málinu og afleiðingar þess má sjá vel í dag. Á svipuðum tíma fóru Sniglar af stað og vildu sjá Reykjavíkurborg fara af stað með góðu fordæmi og setja upp bifhjólastæði víða um borgina. Nota skyldi stæði sem hentuðu illa undir fjórhjóla ökutæki og bjóða öllum tvíhjóla ökutækjum að nota þessi stæði. Fóru aðilar á vegum Snigla á stúfana og fundu marga hentuga staði undir slík stæði fyrir borgina og kynntu þetta á fundi með borgarstarfsmönnum. Þar var vægast sagt tekið fálega í þessar hugmyndir, og spurt hvað við værum eiginlega að meina með þessum tillögum og fegnu Sniglar ekki annan fund með borginni. Maður getur spurt sig hvort að umhverfi reiðhjólastíga borgarinnar væri eins í dag, ef þessar tillögur hefðu verið skoðaðar á sínum tíma? Á Íslandi skal samkvæmt lögum skoða bifhjól einu sinni á ári, líkt og með bifreiðar. Bifhjól eru ekki notuð á veturnar að jafnaði og aka venjulega 3-4 sinnum minna en bifreiðar ár hvert. Einmitt þess vegna er skylduskoðum bifhjóla víðast hvar aðeins á tveggja ára fresti og hafa þau lönd þó lengra aksturstímabil. Fornhjól skal skoða á tveggja ára fresti, sem eru undanþegin skoðum víðasthvar annarsstaðar. Þegar bílaleigur, ökukennslubifreiðar og fleiri fengu lækkun á vörugjöldum á sínum tíma var notast við hugtakið bifreið í reglugerðinni. Bifhjólaferðafyrirtækið Biking Viking og Ökukennarafélagið báðu um álit á þessu og hvort að lækkunin næði þá einnig til ökutækja fyrir mótorhjólaleigur og kennslubifhjól. Skemmst er frá að segja að vegna orðlags reglugerðarinnar var svarið að svo væri ekki, einfaldlega hefði gleymst að gera ráð fyrir þeim í reglugerðinni. Í þessari samantekt læt ég hjá líða að fjalla um margs konar tillögur/greinargerðir Snigla er lúta að betra vegumhverfi, umferðarmannvirkjum og fleira sem lítið sem ekkert tillit hefur verið tekið til af yfirvöldum í þeim málaflokki. Kannski er kominn tími til að taka upp hanskann þar líka? Höfundur er bifhjólakennari og hefur tekið þátt í hagsmunastarfi bifhjólafólks í meira en þrjá áratugi
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar