Samkomulag um aukin útgjöld upp á 12 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:44 Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent