Augljós ágreiningur á Alþingi um fjárlagafrumvarpið 2017 Jón Hákon Halldórsson og Þorgeir Helgason skrifa 21. desember 2016 06:45 Stefnt er að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Ágreiningur er innan fjárlaganefndar um frumvarpið og ekki allir vissir um að markmiðið náist. vísir/Anton brink Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31
Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30