Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:31 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Sjá meira
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30