Bálköstur tilbúinn í 90 áramótabrennur um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2016 18:40 Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira