Bjarni um stjórnarsáttmálann: „Lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:43 Bjarni segir Sjálfstæðismenn glaða með niðurstöðuna. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20