Rassskellur á móti Dönum er enginn heimsendir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 06:00 Geir Sveinsson. Vísir/Ernir Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Geir Sveinsson og strákarnir okkar þurfa að gera miklu betur á HM í Frakklandi en þeir gerðu í átta marka tapi, 34-26, fyrir lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í gærkvöldi. Danir höfðu ekki mikið fyrir því að rassskella íslenska liðið sem tapaði þar með tveimur síðustu leikjum sínum fyrir HM sem hefst á fimmtudaginn. Eftir flottan sigur á Egyptum á fimmtudaginn töpuðu strákarnir á móti Ungverjum á föstudaginn og svo í Árósum í gærkvöldi. Íslenska liðið mætir Spánverjum á fimmtudaginn og það góða við leikinn í gærkvöldi er það að Spánverjum er hætt við að vanmeta okkar menn eftir svona útreið.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirBara veruleikinn í dag „Þetta er bara veruleikinn í dag. Að tapa á móti Ólympíumeisturum Dana á þeirra eigin heimavelli með átta mörkum er enginn heimsendir. Yfirburðirnir eru klárlega til staðar og þetta var bara brekka allan leikinn. Þetta var bara virkilega erfitt en við vissum það líka. Þetta er bara munurinn á þessum toppklassa og þar sem við erum staddir í dag,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Geir hefur ekki áhyggjur af því að enda undirbúninginn á svona skelli. „Það skiptir engu máli. Menn læra yfirleitt mest af því að gera mistök. Við verðum bara að nýta þetta og læra af þessu. Eins og ég sagði við drengina eftir leikinn er, að það er það sem við krefjum okkur sjálfa um. Við gerum þær kröfur til okkar, alveg óháð úrslitunum og alveg óháð getu Dana, að sætta okkur ekki við að þetta sé svona heldur finna út hvað við hefðum getað gert betur til þess að bæta okkar leik. Það er bara okkar vinna,“ sagði Geir. Landsliðsþjálfarinn mun ákveða það á morgun hverjir fara með íslenska liðinu á heimsmeistaramótið í Frakklandi. „Ég þarf að melta þetta. Auðvitað er ég með einhverjar hugmyndir um hvað ég ætla að gera. Ég gef mér sólarhringinn í að ákveða það,“ sagði Geir og eitt af stærstu spurningamerkjunum er stórskyttan Aron Pálmarsson.Aron PálmarssonVísir/ErnirKemur í ljós með Aron á morgun „Aron mun koma út og til móts við okkur á morgun (í dag). Við munum taka stöðuna á Aroni Pálmarssyni niður í Frakklandi 10. janúar. Þetta veltur svolítið á æfingunni sem við prófum hann. Það teygist hugsanlega yfir á 11. janúar áður en endanleg niðurstaða fæst,“ segir Geir. Íslenska landsliðið saknaði mikið ógnunarinnar frá Aroni en hvaða landslið myndi ekki gera það. „Við erum ekki að fara að hengja haus yfir þessu og þetta er enginn heimsendir. Það kemur dagur eftir þennan dag. Okkar markmið er bara að halda áfram okkar vinnu. Það er langt og strangt mót fram undan og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum, hafa trú á því sem við erum að gera og reyna að bæta okkur,“ segir Geir og hann hrósaði skapgerð sinna manna „Viljinn er til staðar og það vantaði ekkert upp á það hjá leikmönnum í dag. Það var vilji og menn voru að gefa sig alla í verkefnið. Andstæðingurinn var einfaldlega það sterkur og við með of marga tæknifeila í leiknum. Ég held samt að ég sé ekkert að fara með rangt mál að segja að þessi styrkleiki bíður okkar í fyrsta leik,“ sagði Geir að lokum.Mads Mensah skorar í leiknum í gær.Vísir/Getty
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira