Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Guðjón Valur Sigurðsson verður í vikunni fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í tuttugu stórmótum. Guðjón Valur verður 38 ára gamall í haust en það er fátt sem bendir til þess að landsliðsfyrirliðinn sé eitthvað að fara að slaka á. „Þetta er afrek sem ég held að sé ekkert víst að verði leikið eftir,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, en Gunnar hefur verið mikið í kringum landsliðið undanfarin ár og þekkir vel til Guðjón Vals. „Ef maður horfir yfir hans feril þá sér maður hvað hann er sjaldan meiddur. Það eru vissulega nokkur tilfelli en þau eru sjaldgæf og það er ótrúlegt hvað hann er alltaf fitt og flottur og í góðu formi. Ég held að hann hafi hugsað um skrokkinn á sér alveg frá byrjun. Margir byrja á því þegar líður á ferilinn en hann hefur alltaf verið í toppstandi og hugsað vel um líkamann frá byrjun,“ segir Gunnar. Ferilskráin hjá Guðjóni er með þeim glæsilegri sem finnast í handboltasögunni.Mjög lengi í heimsklassa „Hann er búinn að vera í heimsklassa mjög lengi og hefur spilað með öllum þessum stóru félagsliðum. Hann er búinn að verða meistari á Spáni, í Þýskalandi og í Danmörku auk þess að vinna Meistaradeildina. Þetta er bara einstakur ferill hjá honum sem verður erfitt að toppa,“ segir Gunnar. Þorbjörn Jensson var fyrstur til að velja Guðjón Val Sigurðsson í stórmótshóp þegar hann ákvað að fara með þá átján gamlan leikmann KA með á Evrópumótið í Króatíu í ársbyrjun 2000. Síðan eru liðin sautján ár og Guðjón Valur verður mættur á sitt tuttugasta stórmót þegar HM í Frakklandi hefst í vikunni. Geir Sveinsson verður sjötti landsliðsþjálfarinn sem tekur hann með á stórmót. Guðjón Valur var reyndar utan hóps í fyrstu leikjunum á EM í Króatíu en greip tækifærið báðum höndum þegar hann fékk að spreyta sig í síðustu leikjum liðsins. Guðjón Valur hefur ekki gefið eftir sætið sitt síðan. Níu Evrópumót, þrír Ólympíuleikar og nú áttunda heimsmeistaramótið. Guðjón Valur hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á þessum mótum, hann hefur ekki fengið mikla hvíld og er oftast í hópi markahæstu manna á mótunum. Guðjón hefur þrisvar komist í úrvalslið á stórmóti, einu sinni orðið markahæstur og tvisvar fengið verðlaun um hálsinn, fyrst silfur á ÓL í Peking 2008 og svo brons á EM í Austurríki 2010.Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2010 í Austurríki.Mynd/DienerEnn hrikalega hungraður „Hann er hrikalega hungraður í að halda áfram og vill hvergi hætta. Hann er enn þá í heimsklassa þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára. Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður,“ segir Gunnar. „Hann er alltaf hungraður í að spila fyrir landsliðið og hefur alltaf verið. Hann mun gefa kost á sér svo lengi sem hann er valinn. Það er alveg ljóst. Svo framarlega sem hann heldur sér í þessum klassa og er betri en hinir þá verður hann þarna. Það er mín skoðun en auðvitað verður að koma í ljós hversu lengi hann endist,“ segir Gunnar. Guðjón Valur hefur samtals spilað 110 klukkutíma í 122 landsleikjum sínum á stórmótum. Það þýðir að hann hefur verið inni á vellinum að berjast fyrir Ísland í meira en fjóra og hálfan sólarhring „Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara tuttugasta stórmótið því á mjög mörgum af þessum stórmótum hefur hann verið eini vinstri hornamaðurinn og því spilað allar mínútur. Hann átti þessa stöðu einn í meira en áratug,“ segir Gunnar og bætir við að lokum: „Þetta er ótrúlegur karakter, ótrúlegur íþróttamaður og atvinnumaður,“ sagði Gunnar. Guðjón Valur er nú sá sem hefur skorað flest mörk fyrir Ísland á bæði HM og EM en hann vantar enn fjóra leiki til viðbótar til að bæta leikjamet Ólafs Stefánssonar á HM (54 leikir). Guðjón Valur mun væntanlega slá það í fjórða leik íslenska liðsins í riðlakeppni HM sem verður á móti Angóla. Guðjón Valur er nú fyrirliði á sínu sjötta stórmóti og hefur alls verið fyrirliði liðsins í 33 leikjum á HM og EM. Hann er kominn fram úr Geir Sveinsyni (30 leikir) en vantar enn talsvert í að ná æskuvinunum Ólafi Stefánssyni (48) og Degi Sigurðssyni (43). Guðjón Valur þarf nokkur stórmót í viðbót til að ná því meti en hver segir að hann ætli ekki að spila inn á fimmtugsaldurinn. Hingað til hefur hann haft bæði skrokkinn og hungrið til þess.Vísir/EPA Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður í vikunni fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í tuttugu stórmótum. Guðjón Valur verður 38 ára gamall í haust en það er fátt sem bendir til þess að landsliðsfyrirliðinn sé eitthvað að fara að slaka á. „Þetta er afrek sem ég held að sé ekkert víst að verði leikið eftir,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, en Gunnar hefur verið mikið í kringum landsliðið undanfarin ár og þekkir vel til Guðjón Vals. „Ef maður horfir yfir hans feril þá sér maður hvað hann er sjaldan meiddur. Það eru vissulega nokkur tilfelli en þau eru sjaldgæf og það er ótrúlegt hvað hann er alltaf fitt og flottur og í góðu formi. Ég held að hann hafi hugsað um skrokkinn á sér alveg frá byrjun. Margir byrja á því þegar líður á ferilinn en hann hefur alltaf verið í toppstandi og hugsað vel um líkamann frá byrjun,“ segir Gunnar. Ferilskráin hjá Guðjóni er með þeim glæsilegri sem finnast í handboltasögunni.Mjög lengi í heimsklassa „Hann er búinn að vera í heimsklassa mjög lengi og hefur spilað með öllum þessum stóru félagsliðum. Hann er búinn að verða meistari á Spáni, í Þýskalandi og í Danmörku auk þess að vinna Meistaradeildina. Þetta er bara einstakur ferill hjá honum sem verður erfitt að toppa,“ segir Gunnar. Þorbjörn Jensson var fyrstur til að velja Guðjón Val Sigurðsson í stórmótshóp þegar hann ákvað að fara með þá átján gamlan leikmann KA með á Evrópumótið í Króatíu í ársbyrjun 2000. Síðan eru liðin sautján ár og Guðjón Valur verður mættur á sitt tuttugasta stórmót þegar HM í Frakklandi hefst í vikunni. Geir Sveinsson verður sjötti landsliðsþjálfarinn sem tekur hann með á stórmót. Guðjón Valur var reyndar utan hóps í fyrstu leikjunum á EM í Króatíu en greip tækifærið báðum höndum þegar hann fékk að spreyta sig í síðustu leikjum liðsins. Guðjón Valur hefur ekki gefið eftir sætið sitt síðan. Níu Evrópumót, þrír Ólympíuleikar og nú áttunda heimsmeistaramótið. Guðjón Valur hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á þessum mótum, hann hefur ekki fengið mikla hvíld og er oftast í hópi markahæstu manna á mótunum. Guðjón hefur þrisvar komist í úrvalslið á stórmóti, einu sinni orðið markahæstur og tvisvar fengið verðlaun um hálsinn, fyrst silfur á ÓL í Peking 2008 og svo brons á EM í Austurríki 2010.Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2010 í Austurríki.Mynd/DienerEnn hrikalega hungraður „Hann er hrikalega hungraður í að halda áfram og vill hvergi hætta. Hann er enn þá í heimsklassa þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára. Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður,“ segir Gunnar. „Hann er alltaf hungraður í að spila fyrir landsliðið og hefur alltaf verið. Hann mun gefa kost á sér svo lengi sem hann er valinn. Það er alveg ljóst. Svo framarlega sem hann heldur sér í þessum klassa og er betri en hinir þá verður hann þarna. Það er mín skoðun en auðvitað verður að koma í ljós hversu lengi hann endist,“ segir Gunnar. Guðjón Valur hefur samtals spilað 110 klukkutíma í 122 landsleikjum sínum á stórmótum. Það þýðir að hann hefur verið inni á vellinum að berjast fyrir Ísland í meira en fjóra og hálfan sólarhring „Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara tuttugasta stórmótið því á mjög mörgum af þessum stórmótum hefur hann verið eini vinstri hornamaðurinn og því spilað allar mínútur. Hann átti þessa stöðu einn í meira en áratug,“ segir Gunnar og bætir við að lokum: „Þetta er ótrúlegur karakter, ótrúlegur íþróttamaður og atvinnumaður,“ sagði Gunnar. Guðjón Valur er nú sá sem hefur skorað flest mörk fyrir Ísland á bæði HM og EM en hann vantar enn fjóra leiki til viðbótar til að bæta leikjamet Ólafs Stefánssonar á HM (54 leikir). Guðjón Valur mun væntanlega slá það í fjórða leik íslenska liðsins í riðlakeppni HM sem verður á móti Angóla. Guðjón Valur er nú fyrirliði á sínu sjötta stórmóti og hefur alls verið fyrirliði liðsins í 33 leikjum á HM og EM. Hann er kominn fram úr Geir Sveinsyni (30 leikir) en vantar enn talsvert í að ná æskuvinunum Ólafi Stefánssyni (48) og Degi Sigurðssyni (43). Guðjón Valur þarf nokkur stórmót í viðbót til að ná því meti en hver segir að hann ætli ekki að spila inn á fimmtugsaldurinn. Hingað til hefur hann haft bæði skrokkinn og hungrið til þess.Vísir/EPA
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira