Jón Arnór: Var ekkert brjálæðislega góður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 22:40 Jón Arnór stimplaði sig inn í Domino's deildina með látum. Vísir/S2Sport „Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég var frekar dapur og lélegur í byrjun leiks og eiginlega yfir allan leikinn. Það voru skiptingar í vörninni sem klikkuðu og það vantaði að stíga út. Þótt ég hafi klárað leikinn vel var ég heilt yfir ekkert brjálæðislega góður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við íþróttadeild 365 eftir að hafa skorað 33 stig í sigri KR á Tindastóli, 87-94, í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Arnórs í deildinni hér heima í rúm sjö ár og hann sýndi frábæra takta í Síkinu í kvöld. Hann segist þó eiga langt í land, enda verið frá vegna meiðsla undanfarna mánuði. „Ég er að koma mér í form og er bara nýlega byrjaður að æfa körfubolta aftur. Ég á langt í land til að geta hjálpað liðinu af alvöru,“ sagði Jón Arnór sem setti m.a. niður fjóra þrista á rúmri mínútu undir lok leiksins í kvöld. Athygli vakti að honum stökk varla bros eftir að hafa sett fjórða þristinn niður. „Ég reyndi bara að halda einbeitingu alveg þangað til í lokin og vildi ekki „jinxa“ þetta með því að tala alltof mikinn skít. Það var enn smá tími eftir á klukkunni,“ sagði Jón Arnór hinn hógværasti. Hann kvaðst stoltur af þrautseigjunni sem KR-ingar sýndu í leiknum en þeir lentu mest 28 stigum undir í fyrri hálfleik. „Ég er ánægður með hvernig við trúðum á sjálfa okkur allar 40 mínúturnar, þótt þetta hafi ekki litið vel út á tímabili. Ég er ofboðslega stoltur af því,“ sagði Jón Arnór. En hver var snúningspunkturinn í leiknum? „Undir lok fyrri hálfleiks, þegar við settum smá pressu á þá og fengum blóðbragð á tennurnar. Það kveikti smá neista hjá okkur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45 Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 87-94 | Jón er kominn heim Jón Arnór Stefánsson skoraði 33 stig þegar KR bar sigurorð af Tindastóli, 87-94, í Síkinu á Sauðárkróki í 12. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 6. janúar 2017 22:45
Jón Arnór fær mikla ást á Twitter eftir frammistöðuna í kvöld Jón Arnór Stefánsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir KR síðan árið 2009 og það er óhætt að segja að kappinn hafi séð um að KR-ingar fóru með bæði stigin heim af Króknum. 6. janúar 2017 22:15