Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 80-73 | Fullt hús hjá Keflavík á móti nágrönnunum Kristinn Geir Friðriksson í Sláturhúsinu skrifar 5. janúar 2017 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur. vísir/ernir Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira