HBStatz: Arnór klikkar ekki í hraðaupphlaupum og frákastar vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 11:30 Arnór Þór Gunnarsson er eini hægri hornamaðurinn í landsliðshópnum sem fer á HM í Frakklandi. vísir/ernir Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, skoraði 3,7 mörk að meðaltali í sjö mótsleikjum strákanna okkar á síðasta ári, en hann nýtti 62 prósent skota sinna, þar af 67 prósent úr horninu. Þetta kemur fram í tölfræðigreiningu handboltatölfræðisíðunnar HBStatz sem telur niður í heimsmeistaramótið í Frakklandi með því að fara yfir tölur strákannar okkar í mótsleikjum síðasta árs.Aron Pálmarsson var fyrst tekinn fyrir þar sem mikilvægi hans fyrir liðið kom bersýnilega í ljós og í gær var tölfræði Rúnars Kárasonar, hægri skyttu Íslands, birt.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Arnór Þór skoraði 26 mörk í sjö mótsleikjum síðasta árs eða 3,7 mörk að meðaltali í leik. Hann þurfti 42 skot til að skora þessi 26 mörk sem gerir skotnýtingu upp á 62 prósent. Hann hitti 88 prósent skota sinna á markið en 26 prósent þeirra voru varin og aðeins tólf prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Skotnýting Arnórs Þórs úr hægra horninu var 67 prósent á síðasta ári þar sem hann skoraði 16 mörk úr 24 skotum. Aðeins 57 prósent skota hans á markið komu úr horninu. Arnór Þór er góður í hraðaupphlaupum en hann skoraði úr öllum þremur skotum sínum úr hraðaupphlaupum á síðasta ári. Það vekur þó athygli að hraðaupphlaupin voru svona fá en þau voru aðalsmerki Íslands um árabil. Hornamaðurinn knái, sem spilar með Bergischer í þýsku 1. deildinni, skoraði þrjú mörk að meðaltali í þremur sigurleikjum Íslands á síðasta ári en 4,25 mörk í tapleikjunum fjórum (3 á EM 2016, 1 í undankeppni EM 2018). Skotnýting Arnórs Þór var aðeins betri í tapleikjunum en sigurleikjunum (63 prósent á móti 60 prósentum) þannig ekki verður sagt að Akureyringurinn bogni við mótlæti. Fram kemur í tölfræðigreiningu HBStatz að Arnór Þór er öflugur frákastari sem er vannýtt og vanmetin tölfræði í handbolta enda skila fráköst mjög oft marki eða vítakasti. Arnór tók 1,4 fráköst að meðaltali í mótsleikjunum sjö á síðasta ári. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Arnórs Þórs Gunnarssonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15