Engin lækning hefur fundist Haukur Örn Birgisson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar nýr kylfingur byrjar í golfi er oft talað um að viðkomandi hafi smitast af golfbakteríunni. Ég leyfi mér að fullyrða að íslenska þjóðin er golfsjúk um þessar mundir en sjúkdómseinkennin eru hins vegar afar jákvæð: Holl hreyfing og góð útivera með vott af frábærum félagsskap vina og fjölskyldu. Árið sem nú er nýliðið var líklegast það besta í íslenskri golfsögu. Íslenskum kylfingum fjölgaði áfram og hafa nú aldrei verið fleiri, íslenskir afrekskylfingar hafa aldrei verið betri og tveir þeirra náðu þeim frábæra árangri að komast inn á sterkustu atvinnumótaraðir heims – þá evrópsku og bandarísku. Stúlkurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru komnar í fremstu röð og munu verða öðrum ungum kylfingum, drengjum og stúlkum, hvatning til frekari framfara. Betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Á Íslandi eru flestir kylfingar heims og þeim býðst að leika á flestum golfvöllum heims – miðað við höfðatölu. Í ákveðnum ljóðrænum skilningi má segja að Íslendingar séu stærsta golfþjóð í heimi. Í þessu felast einstök tækifæri og framtíðin er björt í íslensku golfi. Ekki verður látið staðar numið og þetta ár verður vonandi enn betra. Bakterían heldur áfram að dreifa sér og fleiri smitast á hverju ári. Sem betur fer er engin lækning sjáanleg. Á þessu ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og er sambandið því elsta sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Í sögulegu samhengi er sambandið þó bara á fermingaraldri, enda golfíþróttin mörg hundruð ára gömul. Í tilefni afmælisins langar mig til að bjóða þér í golf. Með því að leggja leið þína í vor á næsta golfvöll muntu uppgötva aðdráttarafl íþróttarinnar og það öfluga félagsstarf sem fyrir hendi er innan hreyfingarinnar. Ég lofa því að móttökurnar verða hlýjar og þú munt sjá hversu auðvelt er að kynnast íþróttinni og smitast í leiðinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar