Öfundargenið Torfi H. Tulinius skrifar 4. janúar 2017 07:00 Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun