Airbnb útleiga meira en afhending lykla Sæunn Gísladóttir skrifar 4. janúar 2017 09:00 Hermann Guðmundsson hefur starfað sem leiðsöguðmaður en Guðmundur Árni Ólafsson í hótelgeiranum. vísir/gva „Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel." Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
„Það eru mjög margir sem ég haf talað við sem treysta sér ekki að fara af stað út í þetta og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hátta hlutunum og þá getur fólk bara tala við okkur," segir Hermann Guðmundsson, annar eigandi GreenKey. Hann og Guðmundur Árni Ólafsson stofnuðu í haust sitt fyrsta fyrirtæki GreenKey - Airbnb þjónusta. Þeir bjóða viðskiptavinum sem vilja leigja íbúðir sínar út á Airbnb upp á heildarumsjón íbúðanna, móttöku gesta eða þrifum á eign þeirra. Guðmundur er með reynslu úr hótelgeiranum og Hermann er leiðsögumaður og vildu þeir sameina krafta sína. „Þetta byrjar mjög vel hjá okkur, við erum komnir með nokkrar íbúðir í þjónustu og erum líklega að fá fleiri kúnna inn eftir áramót," segir Hermann. Um áramótin taka gildi breytingar á lögum um veitingastaði gististaði og skemmtanahald sem gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. GreenKey auðveldar viðskiptavinum að skrá eignir sínar í kjölfar þessara breytinga. „Það verður breytt landslag á Airbnb eftir áramót hugsa ég. Við viljum virkilega hjálpa fólki til að gera þetta á löglegan hátt og fræða fólk um lögin. Mér finnst mikilvægt að fólk sé að gera þetta löglega af því að við sjáum að það er húsnæðisvandi á Íslandi. Ég vona að þessi nýju lög verði til þess að fleiri hætti þessari svörtu starfsemi og að þetta hvetji fólk til að leigja út eigin heimili og að það geti þá ferðast meira í staðinn," segir Guðmundur. GreenKey er í samstarfi með bjuro.is til skráningar íbúða. GreenKey býður upp á bæði byrjendapakka fyrir fasta upphæð en einnig GreenKey Frelsi þar sem þóknun er tekin fyrir vikurnar sem eignin er í umsjá fyrirtækisins. „Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til að koma fólki af stað með hágæða ljósmyndum og lýsingu á íbúðinni, við stofnum aðgang og hittum kúnnana og förum yfir hlutina með þeim," segir Hermann. „Ljósmyndir eru oft fyrstu kynnin hjá gestum við íbúðina. Það skiptir rosalega miklu máli að vera með flottar ljósmyndir. Það skiptir líka máli að vera með flotta lýsingu." GreenKey aðstoðar einnig við að útvega lín, taka á móti gestum og þrífa. Að mati Guðmundar felur útleigan því mun meira í sér en að afhenda bara lykla. „Fólk kemst upp með það í einhvern tíma en til þess að þjónusta ferðamenn er svo margt sem þarf að hafa í huga. Maður þarf að vera tilbúinn til að ganga skrefinu lengra," segir Guðmundur. Hermann telur að eftirspurnin eftir Airbnb íbúðum muni halda áfram og gæti starfsmönnum fyrirtækisins fjölgað á næstunni. „Eins og staðan er núna sjáum við alfarið um allt, en ég gæti séð það fyrir mér að í sumar gætum við þurft að fá annan starfsmann inn ef heldur áfram að ganga vel."
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00