Finnur Freyr: Erum að skoða okkar mál Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2017 21:57 Finnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna. Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira