Ekkert samkomulag um nefndaskipun Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2017 20:13 Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent