Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 75-98 | Skyldusigur hjá Keflvíkingum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 19. janúar 2017 20:45 Amin Khalil Stevens skoraði 33 stig í kvöld. Vísir/Anton Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með að leggja botnlið Snæfells að velli þegar liðin mættust í Domino´s-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík var betra liðið frá fyrsta leikhluta og vann á endanum 22 stiga sigur, 97-25. Snæfell er ekki enn þá búið að vinna leik í deildinni og situr eðlilega rótfast á botninum en fall í 1. deild bíður Hólmara. Keflavík styrkti stöðu sína í baráttu um sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Amin Stevens skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók 19 fráköst en Magnús Már Traustason skoraði 26 stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur Snæfells með 14 stig. Keflvíkingar sýndu agaðan og skilvirkan körfubolta í upphafi leiks. Strax frá fyrstu mínútu voru öll völd tekin af Snæfellsstrákunum og uppskáru gestirnir þægilega 19 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta hóf Snæfell að hamast meira í gestunum sínum sem leiddi til þess að boltinn fór að ganga verr á milli Suðurnesjamanna. Á sama tíma rötuðu skot heimamanna í auknum mæli rétta leið. Leikurinn virtist þá vera jafnari en áður. Á heildina litið leiddi aukin pressa Snæfellinga á Keflavíkurliðið þó einungis til tilviljanakenndari sóknarleiks beggja liða. Hvorugt lið tók sér tíma til að stilla upp í almennilegan sóknarleik og hélst sú staða það sem eftir var leiksins. Alls urðu leikhlutirnir þrír þar sem bæði lið hentu boltanum einhvern vegin sín á milli án þess að bjóða áhorfendum upp á sérstaklega skemmtilegan körfubolta. Keflvíkingar virtust snemma vera farnir að bíða eftir heimferðinni til að komast úr því hnoðri sem var á boðstólnum í Stykkishólmi og Snæfell átti þrátt fyrir alræmda baráttugleði aldrei möguleika á að vinna þennan leik. Keflavík átti þennan sigur og stigin tvö fullkomnlega skilið þegar flautað var til leiksloka.Afhverju vann Keflavík Keflavík er einfaldlega með betri mannskap en Snæfell að svo stöddu. Munurinn á liðunum var augljós í fyrsta leikhluta þar sem Keflvíkingar höfðu góða stjórn á Snæfelli bæði í vörn og sókn.Bestu menn vallarins Amin Stevens fór fyrir sínu liði og skoraði alls 33 stig auk þess að taka 19 fráköst. Magnús Már átti einnig fínan leik og skoraði 26 stig. Aðrir leikmenn voru ekki eins áberandi en skiluðu því sem þurfti til að sækja tvö stig. Hjá Snæfell ber helst að nefna Árna Elmar Hrafnsson og Svein Arnar Davíðsson. Aðrir áttu einnig ágætis spretti.Tölfræði sem vakti athygli Athygli vekur hversu dreift framlagið er hjá Snæfelli á meðan að tveir leikmenn skera sig úr í liði Keflavíkur þegar litið er yfir tölfræði leiksins. Magnús Már Traustason og Amin Stevens skoruðu samtals 59 stig fyrir sitt lið. Jafnframt tóku þeir 23 af 45 fráköstum liðsins.Hvað gekk illa? Keflavík átti greinilega erfitt með að halda réttu spennustigi í þessum leik. Fljótlega voru menn búnir að átta sig á yfirburðum sínum og hafði það töluverð áhrif á framvindu leiksins. Menn leyfðu Snæfelli m.a. að vinna annan leikhluta (25-22) og var sá þriðji einnig mjög jafn (20-21). Miðað við þá frammistöðu sem Keflvíkingar sýndu í fyrsta leikhluta var það óþarfi.Hjörtur: Góður sigur í baráttunni „Þetta er þéttur pakki sem við erum í og stutt á milli liða. Við vorum svo sem ekkert að spila vel nema á köflum. Það var ekki mikill kraftur í okkur og mér fannst við vera soldið værukærir,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur sinna manna í kvöld. „Mér fannst á tímabili menn ekki vera með hugan við þetta. Í körfubolta er það þannig að menn verða að leggja sig fram til að vinna.“ Mikill munur var á spilamennsku Keflvíkinga þegar fyrsti og annar leikhluti eru bornir saman og sagði Hjörtur það vera fyrst og fremst vera vegna hugafars í kjölfar forskots. „Við fórum vel í gegnum kerfin og fengum frí skot. Svo verða menn kærulausir því við vorum komnir með eitthvað forskot. Þetta gerist því miður oft í íþróttum. Við fórum að gefa lélegar sendingar og fá verri skot og þá komast þeir aftur í leikinn.“Ingi Þór: Hefðum ekki klukkað þá í stórfiskaleik „Við byrjum þennan leik alveg skelfilega og missum þá fram úr alveg í byrjun,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Keflvíkingar fóru ekki djúpt á bekkin í kvöld og mér finnst það vera kredit fyrir okkur að geta verið í hörkuleik við hörkulið svona kanalausir og án okkar stigahæsta leikmann, Andrée Michelson.“ Nýr erlendur leikmaður sat á bekk Snæfells í kvöld en var þó ekki búinn að fá leikheimild. Reikna má með því að allt verði klárt fyrir næsta leik að sögn Inga Þórs. „Það er dýrt að vera kanalaus í fyrstu þremur leikjum en hann kemur inn fyrir næsta leik. Þetta er strákur sem er hungraður fyrir að fá tækifæri og mun klárlega verja betur körfuna okkar en við höfum verið að gera. En ég er mjög stoltur hvernig við gerðum það hér í kvöld.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með að leggja botnlið Snæfells að velli þegar liðin mættust í Domino´s-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík var betra liðið frá fyrsta leikhluta og vann á endanum 22 stiga sigur, 97-25. Snæfell er ekki enn þá búið að vinna leik í deildinni og situr eðlilega rótfast á botninum en fall í 1. deild bíður Hólmara. Keflavík styrkti stöðu sína í baráttu um sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Amin Stevens skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók 19 fráköst en Magnús Már Traustason skoraði 26 stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur Snæfells með 14 stig. Keflvíkingar sýndu agaðan og skilvirkan körfubolta í upphafi leiks. Strax frá fyrstu mínútu voru öll völd tekin af Snæfellsstrákunum og uppskáru gestirnir þægilega 19 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta hóf Snæfell að hamast meira í gestunum sínum sem leiddi til þess að boltinn fór að ganga verr á milli Suðurnesjamanna. Á sama tíma rötuðu skot heimamanna í auknum mæli rétta leið. Leikurinn virtist þá vera jafnari en áður. Á heildina litið leiddi aukin pressa Snæfellinga á Keflavíkurliðið þó einungis til tilviljanakenndari sóknarleiks beggja liða. Hvorugt lið tók sér tíma til að stilla upp í almennilegan sóknarleik og hélst sú staða það sem eftir var leiksins. Alls urðu leikhlutirnir þrír þar sem bæði lið hentu boltanum einhvern vegin sín á milli án þess að bjóða áhorfendum upp á sérstaklega skemmtilegan körfubolta. Keflvíkingar virtust snemma vera farnir að bíða eftir heimferðinni til að komast úr því hnoðri sem var á boðstólnum í Stykkishólmi og Snæfell átti þrátt fyrir alræmda baráttugleði aldrei möguleika á að vinna þennan leik. Keflavík átti þennan sigur og stigin tvö fullkomnlega skilið þegar flautað var til leiksloka.Afhverju vann Keflavík Keflavík er einfaldlega með betri mannskap en Snæfell að svo stöddu. Munurinn á liðunum var augljós í fyrsta leikhluta þar sem Keflvíkingar höfðu góða stjórn á Snæfelli bæði í vörn og sókn.Bestu menn vallarins Amin Stevens fór fyrir sínu liði og skoraði alls 33 stig auk þess að taka 19 fráköst. Magnús Már átti einnig fínan leik og skoraði 26 stig. Aðrir leikmenn voru ekki eins áberandi en skiluðu því sem þurfti til að sækja tvö stig. Hjá Snæfell ber helst að nefna Árna Elmar Hrafnsson og Svein Arnar Davíðsson. Aðrir áttu einnig ágætis spretti.Tölfræði sem vakti athygli Athygli vekur hversu dreift framlagið er hjá Snæfelli á meðan að tveir leikmenn skera sig úr í liði Keflavíkur þegar litið er yfir tölfræði leiksins. Magnús Már Traustason og Amin Stevens skoruðu samtals 59 stig fyrir sitt lið. Jafnframt tóku þeir 23 af 45 fráköstum liðsins.Hvað gekk illa? Keflavík átti greinilega erfitt með að halda réttu spennustigi í þessum leik. Fljótlega voru menn búnir að átta sig á yfirburðum sínum og hafði það töluverð áhrif á framvindu leiksins. Menn leyfðu Snæfelli m.a. að vinna annan leikhluta (25-22) og var sá þriðji einnig mjög jafn (20-21). Miðað við þá frammistöðu sem Keflvíkingar sýndu í fyrsta leikhluta var það óþarfi.Hjörtur: Góður sigur í baráttunni „Þetta er þéttur pakki sem við erum í og stutt á milli liða. Við vorum svo sem ekkert að spila vel nema á köflum. Það var ekki mikill kraftur í okkur og mér fannst við vera soldið værukærir,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur sinna manna í kvöld. „Mér fannst á tímabili menn ekki vera með hugan við þetta. Í körfubolta er það þannig að menn verða að leggja sig fram til að vinna.“ Mikill munur var á spilamennsku Keflvíkinga þegar fyrsti og annar leikhluti eru bornir saman og sagði Hjörtur það vera fyrst og fremst vera vegna hugafars í kjölfar forskots. „Við fórum vel í gegnum kerfin og fengum frí skot. Svo verða menn kærulausir því við vorum komnir með eitthvað forskot. Þetta gerist því miður oft í íþróttum. Við fórum að gefa lélegar sendingar og fá verri skot og þá komast þeir aftur í leikinn.“Ingi Þór: Hefðum ekki klukkað þá í stórfiskaleik „Við byrjum þennan leik alveg skelfilega og missum þá fram úr alveg í byrjun,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Keflvíkingar fóru ekki djúpt á bekkin í kvöld og mér finnst það vera kredit fyrir okkur að geta verið í hörkuleik við hörkulið svona kanalausir og án okkar stigahæsta leikmann, Andrée Michelson.“ Nýr erlendur leikmaður sat á bekk Snæfells í kvöld en var þó ekki búinn að fá leikheimild. Reikna má með því að allt verði klárt fyrir næsta leik að sögn Inga Þórs. „Það er dýrt að vera kanalaus í fyrstu þremur leikjum en hann kemur inn fyrir næsta leik. Þetta er strákur sem er hungraður fyrir að fá tækifæri og mun klárlega verja betur körfuna okkar en við höfum verið að gera. En ég er mjög stoltur hvernig við gerðum það hér í kvöld.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira