Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 18:18 Dagur Sigurðsson fer yfir málin á hliðarlínunni í dag. vísir/getty Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira