Smá komment um komment Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að rita örfá orð í tilefni greinar Stefáns Mána í Fréttablaðinu 17. janúar um athugasemdakerfi vefmiðla. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau séu meira virði, að mati Stefáns, sem grein heldur en sem komment. Fyrir ekki svo löngu síðan gaf ég út spil sem heitir #Kommentakerfið. Það var ádeila mín á sömu umræðuhefð og Stefán Máni er að tala um. En mín ádeila var frá allt öðru sjónarhorni því ég held að athugasemdakerfin geti verið dásamleg ef miðlarnir sem hýsa þau leggja sig örlítið fram. Athugasemdakerfin geta nefnilega verið alveg frábært aðhald fyrir fjölmiðla. Þar getur almenningur bent á rangfærslur í fréttum og jafnvel á sjónarhorn sem farið hefur fram hjá fjölmiðlum. Ég veit auðvitað að svoleiðis athugasemdir ná oft að kafna bæði í heimsku sem og kjaftæði um hluti sem tengjast ekki einu sinni fréttinni sem ætti að vera til umræðu. En það eru alveg til lausnir á þessu. Bestu athugasemdakerfin á vefnum eru þau sem eru með milda ritstjórn. Sú gengur ekki einu sinni út á að eyða vondum athugasemdum heldur að taka þær úr umferð. Ritstjórar athugasemdakerfanna, sem er staða sem þarf að vera til hjá vefmiðlum sem bjóða upp á komment, merkja athugasemdir sem þeir telja að eigi ekki heima í umræðunni. Þær eru þá faldar þannig að lesendur þurfa sérstaklega að smella á þær til þess að lesa þær. Þannig missa þessar athugasemdir kraft sinn. Það má líka taka þá sem eru of oft í ruglinu úr umferð þannig að það þurfi einhver að lesa yfir athugasemdir þeirra áður en þær birtast. Gagn athugasemda sést þar sem þær ekki birtast. Í þessum mánuði birti Kjarninn tvær greinar eftir Heiðar Guðjónsson. Maður gæti haldið að Heiðar hefði valið greinum sínum birtingarstað sérstaklega út frá því að Kjarninn leyfir ekki athugasemdir. Greinarnar voru nefnilega uppfullar af staðreyndavillum sem auðvelt hefði verið að leiðrétta í athugasemdum en án athugasemdakerfis fá villurnar að standa óleiðréttar. Fjölmiðill sem leyfir ekki athugasemdir þarf að stunda miklu virkari staðreyndavakt í skrifum sem þar birtast. Þegar maður er þekktur rithöfundur sem fær birtar aðsendar greinar sínar í blöðum sem eru send á flest heimili í landinu þá skilur maður kannski ekki að tjáningarfrelsi er ekki alltaf sjálfgefið eða auðvelt. Stefán Máni stingur upp á að fólk deili fréttum með eigin athugasemdum á samfélagsmiðlum í stað þess að nota athugasemdakerfi. Málið er að þannig myndum við bara einangra enn frekar þá þægindabólu sem við höfum, með hjálp samfélagsmiðla, búið til fyrir okkur. Við þyrftum aldrei að horfa upp á allt þetta óþægilega fólk sem er ósammála okkur og yrðum þá enn meira hissa þegar þetta fólk tekur sig saman og kýs Donald Trump. Lýðræði krefst meiri rökræðu en ekki minni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„No comment” Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum 17. janúar 2017 07:00
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar