„Minnsti mögulegi meirihluti Alþingis getur ekki hrifsað til sín öll völd“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 20:03 „Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00