Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp Arnar Björnsson skrifar 15. janúar 2017 11:25 „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. Við hittum hann skömmu fyrir Slóvenaleikinn í gær en hann sá tvo fyrstu leikina en fer heim til Íslands í dag. Það vakti athygli að línumaðurinn fagnaði mörkum sínum á sérstakan hátt og benti á föður sinn í stúkunni. Var pabbinn að setja kröfur á strákinn? „Það er alveg rétt maður er svona að reyna að kenna honum grundvallarreglurnar og setja einhverjar kröfur á hann. Vonandi pikkar hann þetta upp og fer eftir þeim. Hann gerði það gegn Spánverjum svo sannarlega.“ Finnst þér hann hafa tekið miklum framförum? „Já, hann fór í haust til Kristianstad í Svíþjóð og hann er búinn að vaxa og dafna sem leikmaður. Búinn að massa sig upp og er orðinn mjög sterkur. Framtíðin er björt ef hann heldur rétt á spilunum.“ Heldurðu að hann fari fljótlega til einhvers af stóru liðunum í Evrópu? „Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Hann er hjá mjög góðu félagi, sænsku meisturunum í Kristianstad. Það er alveg ljóst að hann er þar í góðum málum þar sem hann fær að vaxa og dafna.“ Hvernig var að vera í stúkunni gegn Spánverjunum og strákurinn að veifa til þín eftir að hafa skorað? „Það var bara stórkostlegt, æðislegt. Í íþróttum er það stöðugleikinn sem skiptir máli og vonandi heldur það áfram,“ segir stoltur faðir handboltakappans Arnars Freys Arnarssonar. Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM í dag klukkan 13:15.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir var löngu búinn að ákveða að hvíla Guðjón Val Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að gefa Bjarka Má Elíssyni tækifæri og setja landsliðsfyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, á bekkinn. 14. janúar 2017 16:48 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. Við hittum hann skömmu fyrir Slóvenaleikinn í gær en hann sá tvo fyrstu leikina en fer heim til Íslands í dag. Það vakti athygli að línumaðurinn fagnaði mörkum sínum á sérstakan hátt og benti á föður sinn í stúkunni. Var pabbinn að setja kröfur á strákinn? „Það er alveg rétt maður er svona að reyna að kenna honum grundvallarreglurnar og setja einhverjar kröfur á hann. Vonandi pikkar hann þetta upp og fer eftir þeim. Hann gerði það gegn Spánverjum svo sannarlega.“ Finnst þér hann hafa tekið miklum framförum? „Já, hann fór í haust til Kristianstad í Svíþjóð og hann er búinn að vaxa og dafna sem leikmaður. Búinn að massa sig upp og er orðinn mjög sterkur. Framtíðin er björt ef hann heldur rétt á spilunum.“ Heldurðu að hann fari fljótlega til einhvers af stóru liðunum í Evrópu? „Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Hann er hjá mjög góðu félagi, sænsku meisturunum í Kristianstad. Það er alveg ljóst að hann er þar í góðum málum þar sem hann fær að vaxa og dafna.“ Hvernig var að vera í stúkunni gegn Spánverjunum og strákurinn að veifa til þín eftir að hafa skorað? „Það var bara stórkostlegt, æðislegt. Í íþróttum er það stöðugleikinn sem skiptir máli og vonandi heldur það áfram,“ segir stoltur faðir handboltakappans Arnars Freys Arnarssonar. Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM í dag klukkan 13:15.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir var löngu búinn að ákveða að hvíla Guðjón Val Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að gefa Bjarka Má Elíssyni tækifæri og setja landsliðsfyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, á bekkinn. 14. janúar 2017 16:48 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Geir var löngu búinn að ákveða að hvíla Guðjón Val Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að gefa Bjarka Má Elíssyni tækifæri og setja landsliðsfyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, á bekkinn. 14. janúar 2017 16:48
HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15