Erlent

Hundrað flóttamenn týndir eftir að bátur sökk við strendur Líbíu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fjöldi flóttafólks hættir sér sjóleiðina yfir til Evrópu í leit að betra lífi.
Fjöldi flóttafólks hættir sér sjóleiðina yfir til Evrópu í leit að betra lífi. Vísir/AFP
Ekki er vitað um afdrif 100 flóttamanna sem voru á leið til Evrópu í gúmmíbát sem sökk á milli Líbíu og Ítalíu í dag. Ítalska landhelgisgæslan stendur fyrir leitinni. BBC greinir frá.

Átta lík hafa fundist og fjórum flóttamönnum hefur verið bjargað en margir eru enn ófundnir enda eru leitarskilyrði erfið. Ekki er vitað hverrar þjóðar flóttafólkið er.

Síðastliðinn föstudag bjargaði ítalska landhelgisgæslan 550 flóttamönnum, sem ætluðu sér að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu í leit að betra lífi. Læknar án landamæra, sem aðstoða við björgunaraðgerðir sem þessar, sögðu að þeir hefðu fundið 123 flóttamenn í einum uppblásnum árabátnum.

Meira en 1000 manns hafa ferðast yfir til Evrópu sjóleiðina á fyrstu tveimur vikum þessa árs. Áður en þessi atburður átti sér stað var talið að um 11 manns hefðu dáið eða hefðu týnst. 5000 manns létu lífið árið 2016 við að reyna að flýja til Evrópu yfir Miðjarðarhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×