Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Ritstjórn skrifar 13. janúar 2017 19:30 Hver væri ekki til í að næla sér í þessa boli? Mynd/Weekday Það virðist sem að annar hver Íslendingur sé að horfa eða er búinn að horfa á norsku unglingaþættina SKAM. Þættirnir eru svo vinsælir að nú er stefnan að endurgera þættina fyrir amerískan markað. Sænska tískuverslunin Weekday sem flestir Íslendingar ættu að kannast við hefur ákveðið að nýta sér þessar vinsældir og sett á sölu tvo boli sem eru innblásnir af þáttunum. Bolirnir eru þó aðeins til sölu í völdum Weekday búðum og verða aðeins í boði út næstu viku. Afar leiðinlegar fréttir fyrir Íslendinga sem mundu líklegast gefa annan handlegginn fyrir sitt eigið eintak. Einn bolurinn er áletraður „Halla boys!!!“ og á hinum stendur „You fuck'n drittsekk“. Nú er bara að vona að salan á bolunum gangi svo vel að þeir lendi aftur í búðum í stærra upplagi og þá vonandi hægt að panta hingað til landsins. Mest lesið Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour
Það virðist sem að annar hver Íslendingur sé að horfa eða er búinn að horfa á norsku unglingaþættina SKAM. Þættirnir eru svo vinsælir að nú er stefnan að endurgera þættina fyrir amerískan markað. Sænska tískuverslunin Weekday sem flestir Íslendingar ættu að kannast við hefur ákveðið að nýta sér þessar vinsældir og sett á sölu tvo boli sem eru innblásnir af þáttunum. Bolirnir eru þó aðeins til sölu í völdum Weekday búðum og verða aðeins í boði út næstu viku. Afar leiðinlegar fréttir fyrir Íslendinga sem mundu líklegast gefa annan handlegginn fyrir sitt eigið eintak. Einn bolurinn er áletraður „Halla boys!!!“ og á hinum stendur „You fuck'n drittsekk“. Nú er bara að vona að salan á bolunum gangi svo vel að þeir lendi aftur í búðum í stærra upplagi og þá vonandi hægt að panta hingað til landsins.
Mest lesið Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour