Gensheimer kominn til Frakklands: Það hefði pabbi minn viljað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2017 14:00 Uwe Gensheimer með þýska landsliðinu. Vísir/Getty Uwe Gensheimer, hornamaðurinn öflugi og fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, er kominn til Frakklands og í landsliðshóp Þjóðverja á nýjan leik. Gensheimer yfirgaf herbúðir landsliðsins í miðjum undirbúningi fyrir HM vegna óvænts fráfalls föður síns. „Ég er nú á leiðinni og verð með á heimsmeistaramótinu. Það er það sem faðir minn hefði kosið,“ var haft eftir Gensheimer í yfirlýsingu þýska sambandsins í gær. „Ég bið um skilning og óska eftir því að ég þurfi ekki að tjá mig meira um þetta á meðan HM stendur,“ sagði hann enn fremur. Sjá einnig: Fyrirliðinn missti föður sinn: Uwe kemur til baka þegar hann treystir sér Ljóst er að Gensheimer mun skjótast aftur yfir til Þýskalands á meðan mótinu stendur en Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins, sagði að líðan Gensheimer væri öllu öðru mikilvægara. „Við verðum að taka vel á móti honum og sjá til þess að honum líði vel,“ sagði Dagur sem mun ekki hræðast að nota hann í leikjum. „Við þurfum á honum að halda, það er ekki nokkur spurning,“ sagði Dagur en annar hornamaður, Rune Dahmke, hefur verið að glíma við flensu síðustu daga. Gensheimer og Dahmke spila báðir í vinstra horninu. Þæýskaland mætir í dag Ungverjalandi í fyrsta leik sínum á HM en hann hefst klukkan 16.45. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Uwe Gensheimer, hornamaðurinn öflugi og fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, er kominn til Frakklands og í landsliðshóp Þjóðverja á nýjan leik. Gensheimer yfirgaf herbúðir landsliðsins í miðjum undirbúningi fyrir HM vegna óvænts fráfalls föður síns. „Ég er nú á leiðinni og verð með á heimsmeistaramótinu. Það er það sem faðir minn hefði kosið,“ var haft eftir Gensheimer í yfirlýsingu þýska sambandsins í gær. „Ég bið um skilning og óska eftir því að ég þurfi ekki að tjá mig meira um þetta á meðan HM stendur,“ sagði hann enn fremur. Sjá einnig: Fyrirliðinn missti föður sinn: Uwe kemur til baka þegar hann treystir sér Ljóst er að Gensheimer mun skjótast aftur yfir til Þýskalands á meðan mótinu stendur en Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins, sagði að líðan Gensheimer væri öllu öðru mikilvægara. „Við verðum að taka vel á móti honum og sjá til þess að honum líði vel,“ sagði Dagur sem mun ekki hræðast að nota hann í leikjum. „Við þurfum á honum að halda, það er ekki nokkur spurning,“ sagði Dagur en annar hornamaður, Rune Dahmke, hefur verið að glíma við flensu síðustu daga. Gensheimer og Dahmke spila báðir í vinstra horninu. Þæýskaland mætir í dag Ungverjalandi í fyrsta leik sínum á HM en hann hefst klukkan 16.45.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira