Verðandi forseti Alþingis segir þingmenn Suðurkjördæmis þurfa að láta til sín taka á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 12:02 Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira