Nautabanarnir of sterkir í gær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2017 06:00 Amar Freyr Anarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í sínum fyrsta leik á stórmóti og hér skorar hann eitt marka sinna í gær. vísir/epa Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira