Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:00 Ólafur Guðmundsson reynir skot að marki Spánar. vísir/afp Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira