Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þórl. 82-85 | Þriðji sigur Þórs í röð Aron Ingi Valtýsson skrifar 12. janúar 2017 22:15 Tobin Carberry skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. vísir/ernir Þór Þ. hélt áfram sigurgöngu sinni í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflavík 82-85 í spennandi leik. Þór er nú með 14 stig eftir 13 umferðir en Keflavík, sem vann góðan sigur á Njarðvík í síðasta leik, er með 12 stig. Fyrsti leikhluti fór rólega af stað en Keflavík náði forystunni snemma. Keflavík var mikið að leita inn í teginn að Amin Stevens sem annað hvort skoraði sjálfur eða fann lausa menn í kringum sig. Þór Þ átti í erfiðleikum með að finna leið að körfunni og var mikið að skjóta fyrir utan. Eftir 1. leikhluta var staðan 27-19. Þór var sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu með 10 stigum. Gestirnir náðu að loka vel á Stevens inn í teignum þegar líða fór á leikhlutann. Keflavík var í vandræðum með að finna aðra lausn í sóknarleiknum á meðna Þór var að finna opinn skot og setja þau niður. 42-44 var staðan í hálfleik. Þór átti heldur betur 3. leikhluta. Varnaleikurinn var upp á 10 og voru að setja niður sín skot. Á meðan Keflavík var að reyna erfiða hluti og kvarta yfir dómum sem féllu undir restina var Þór að spila sinn leik og spila sem lið. Þór leiddi 59-67 fyrir síðasta leikhlutann. Heimamenn komu sterkir inn í 4. leikhluta og minnkuðu muninn niður 1 stig þegar 2 minútur voru eftir. Á lokasekúndum leiksins komst Emil Karel Einarsson upp að körfunni og brotið á honum. Þetta var sóknin sem skipti máli hvor liðið myndi vinna. Keflavík fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en það gekk ekki upp og sigraði Þór leikinn með þriggja stiga mun 82-85.Af hverju vann Þór? Þór var að spila flotta vörn sem gerði Keflvíkingum erfitt fyrir. Stóru menn Þórs náðu að tvídekka Stevens vel undir körfunni. Þór nýtti skotin sín vel utan af velli sem heimamenn áttu erfitt með að verjast. Þór var að spila vel sem lið og þegar þeir leituðu að besta skotinu kom yfirleitt auðveld karfa hjá þeim sem Heimamenn náðu ekki að verjast.Bestu menn vallarins: Hjá Þór var Maciej Baginski atkvæðamestur. Hann setti 26 stig og var einn af aðalmönnum í sterkri vörn gestana. Stevens fór fyrir Keflavík í kvöld og skoraði 31, tók 20 fráköst og með 5 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli? Vítanýting heimamanna er ekki upp á marga fiska. Keflavík setti niður 8 af 15 vítaskotum sínum niður sem er dýrkeypt í svona leik. Samkvæmt tölfræðinni hafði yngri bróðirinn, Ólafur Helgi Jónsson betur í leiknum gegn Guðmundi Jónssyni. Ólafur setti niður 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu en Guðmundur var með 3 stig og 4 fráköst.Hvað gekk illa? Keflavík voru í smá veseni með sóknarleikinn þegar Þór fór að tvöfalda vel á Stevens undir körfunni. Þá fóru heimamenn svolítið í einspilið sem skilaði Þór góðu forskoti. Menn fóru að örvæntinga og taka erfið og léleg skot sem er ekki að fara skila góðum árangri.Keflavík-Þór Þ. 82-85 (27-19, 15-25, 17-23, 23-18)Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 10/4 fráköst, Reggie Dupree 6/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 0/4 fráköst.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 26, Tobin Carberry 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 3.Einar Árni: Svellkaldir undir lokinn. Einar Árni var að vonum sáttur eftir góðan leik sinna mann í kvöld og mikilvæg tvö stig í hús. „Stór karakter í mínum mönnum og svell kaldir hérna undir loka kaflanum. Við erum að spila frábæran körfubolta, bæði í vörn og sókn og náum 10 stiga forskoti. Keflavík kemur sterkt til baka og er komið 2 stigum yfir. Þetta Three point play hjá Emil er risa stórt,“ sagði Einar. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið og náði Einar að skila því vel til sinna manna fyrir leikinn. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að þetta væri mikilvægur 5 stiga leikur sama hvernig það er hægt.“Hjörtur: Við fráköstum ekki nógu vel Hjörtu var skiljanlega ekki ánægður með þennan ósigur í kvöld og ekki ánægður með frákastabaráttuna. „ Í fyrri hálfleik þegar okkur gekk vel í skón vorum við ekki að frákasta nógu vel í vörn. Í nokkur skipti fengu þeir marga sénsa til þess að skora sem gengur ekki. Síðan vorum við ekki nógu ákveðnir á boltan, alltof margir tapaðir boltar,“ sagði Hjörtur svekktur Hjörtur er bjarsýnn fyrir framhaldið og segir þurfa smá uppá til að hlutirnir smelli. „Við þurfum að taka okkur á og spila betur saman og að meiri krafti, ekkert annað hægt að gera.“Maciej: Fjörtíu mínútur bæði í vörn og sókn Maciej Baginski var besti maður Þórs í leiknum og dró vagninn fyrir gestina á erfiðum köflum í leiknum. Maciej var hógvær þegar undirritaður náði tali af honum. „Við erum bara þannig lið að það getur alltaf einhver stigið upp og í dag var það ég en það geta allt átt góðan leik hjá okkur,“ sagði Maciej. Maciej veit hversu erfitt er að koma í Sláturhúsið enda er hann Njarðvíkingur og þekkir andrúmsloftið í Keflavík. „Þú þarf að spila í 40 mínútur bæði í vörn og sókn og það dugar ekkert minna þegar þú spilar í Keflavík.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Þór Þ. hélt áfram sigurgöngu sinni í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Keflavík 82-85 í spennandi leik. Þór er nú með 14 stig eftir 13 umferðir en Keflavík, sem vann góðan sigur á Njarðvík í síðasta leik, er með 12 stig. Fyrsti leikhluti fór rólega af stað en Keflavík náði forystunni snemma. Keflavík var mikið að leita inn í teginn að Amin Stevens sem annað hvort skoraði sjálfur eða fann lausa menn í kringum sig. Þór Þ átti í erfiðleikum með að finna leið að körfunni og var mikið að skjóta fyrir utan. Eftir 1. leikhluta var staðan 27-19. Þór var sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu með 10 stigum. Gestirnir náðu að loka vel á Stevens inn í teignum þegar líða fór á leikhlutann. Keflavík var í vandræðum með að finna aðra lausn í sóknarleiknum á meðna Þór var að finna opinn skot og setja þau niður. 42-44 var staðan í hálfleik. Þór átti heldur betur 3. leikhluta. Varnaleikurinn var upp á 10 og voru að setja niður sín skot. Á meðan Keflavík var að reyna erfiða hluti og kvarta yfir dómum sem féllu undir restina var Þór að spila sinn leik og spila sem lið. Þór leiddi 59-67 fyrir síðasta leikhlutann. Heimamenn komu sterkir inn í 4. leikhluta og minnkuðu muninn niður 1 stig þegar 2 minútur voru eftir. Á lokasekúndum leiksins komst Emil Karel Einarsson upp að körfunni og brotið á honum. Þetta var sóknin sem skipti máli hvor liðið myndi vinna. Keflavík fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en það gekk ekki upp og sigraði Þór leikinn með þriggja stiga mun 82-85.Af hverju vann Þór? Þór var að spila flotta vörn sem gerði Keflvíkingum erfitt fyrir. Stóru menn Þórs náðu að tvídekka Stevens vel undir körfunni. Þór nýtti skotin sín vel utan af velli sem heimamenn áttu erfitt með að verjast. Þór var að spila vel sem lið og þegar þeir leituðu að besta skotinu kom yfirleitt auðveld karfa hjá þeim sem Heimamenn náðu ekki að verjast.Bestu menn vallarins: Hjá Þór var Maciej Baginski atkvæðamestur. Hann setti 26 stig og var einn af aðalmönnum í sterkri vörn gestana. Stevens fór fyrir Keflavík í kvöld og skoraði 31, tók 20 fráköst og með 5 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli? Vítanýting heimamanna er ekki upp á marga fiska. Keflavík setti niður 8 af 15 vítaskotum sínum niður sem er dýrkeypt í svona leik. Samkvæmt tölfræðinni hafði yngri bróðirinn, Ólafur Helgi Jónsson betur í leiknum gegn Guðmundi Jónssyni. Ólafur setti niður 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu en Guðmundur var með 3 stig og 4 fráköst.Hvað gekk illa? Keflavík voru í smá veseni með sóknarleikinn þegar Þór fór að tvöfalda vel á Stevens undir körfunni. Þá fóru heimamenn svolítið í einspilið sem skilaði Þór góðu forskoti. Menn fóru að örvæntinga og taka erfið og léleg skot sem er ekki að fara skila góðum árangri.Keflavík-Þór Þ. 82-85 (27-19, 15-25, 17-23, 23-18)Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 10/4 fráköst, Reggie Dupree 6/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 0/4 fráköst.Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 26, Tobin Carberry 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 3.Einar Árni: Svellkaldir undir lokinn. Einar Árni var að vonum sáttur eftir góðan leik sinna mann í kvöld og mikilvæg tvö stig í hús. „Stór karakter í mínum mönnum og svell kaldir hérna undir loka kaflanum. Við erum að spila frábæran körfubolta, bæði í vörn og sókn og náum 10 stiga forskoti. Keflavík kemur sterkt til baka og er komið 2 stigum yfir. Þetta Three point play hjá Emil er risa stórt,“ sagði Einar. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið og náði Einar að skila því vel til sinna manna fyrir leikinn. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að þetta væri mikilvægur 5 stiga leikur sama hvernig það er hægt.“Hjörtur: Við fráköstum ekki nógu vel Hjörtu var skiljanlega ekki ánægður með þennan ósigur í kvöld og ekki ánægður með frákastabaráttuna. „ Í fyrri hálfleik þegar okkur gekk vel í skón vorum við ekki að frákasta nógu vel í vörn. Í nokkur skipti fengu þeir marga sénsa til þess að skora sem gengur ekki. Síðan vorum við ekki nógu ákveðnir á boltan, alltof margir tapaðir boltar,“ sagði Hjörtur svekktur Hjörtur er bjarsýnn fyrir framhaldið og segir þurfa smá uppá til að hlutirnir smelli. „Við þurfum að taka okkur á og spila betur saman og að meiri krafti, ekkert annað hægt að gera.“Maciej: Fjörtíu mínútur bæði í vörn og sókn Maciej Baginski var besti maður Þórs í leiknum og dró vagninn fyrir gestina á erfiðum köflum í leiknum. Maciej var hógvær þegar undirritaður náði tali af honum. „Við erum bara þannig lið að það getur alltaf einhver stigið upp og í dag var það ég en það geta allt átt góðan leik hjá okkur,“ sagði Maciej. Maciej veit hversu erfitt er að koma í Sláturhúsið enda er hann Njarðvíkingur og þekkir andrúmsloftið í Keflavík. „Þú þarf að spila í 40 mínútur bæði í vörn og sókn og það dugar ekkert minna þegar þú spilar í Keflavík.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira