Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 12:18 Forsvarsmenn flokkanna þriggja handsala nýja ríkisstjórn. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00
Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent