Draumadagur Björgvins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 21:58 Efstu keppendur í karlaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira
Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira
Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03