Höskuldur ekki í formanninn en vill í stjórnina sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2017 19:48 Höskuldur Þórhallsson. vísir/ernir Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns KSÍ en hyggst bjóða sig fram til stjórnarsetu innan sambandsins. Hann segir að eftir langa íhugun um hugsanlegt framboð sitt til formannsins hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til þess að blanda sér í slaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Höskuldi, en hann hafði lýst því yfir að hann væri að íhuga framboð. „Ástæða þess að ég ákvað að íhuga þá vegferð er sú að komið var að máli við mig af aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem vildu vita hvort ég væri til í að bjóða mig fram. Þessir aðilar töldu að reynsla mín og menntun gætu nýst vel í starfið,“ segir Höskuldur í tilkynningunni. Björn Einarsson og Guðni Bergsson eru tveir í framboði og segir Höskuldur að hann treysti því að hvor sem kosinn verður rækti þau áherslumál sem félögum innan sambandsins sé umhugað um. „ [A]ð þau fái aukinn styrk til að rækta grasrót sína. Þrátt fyrir að ég gefi ekki kost á mér til formennsku í KSÍ hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu innan sambandsins þar sem ég vona að reynsla mín og þekking geti nýst í þágu KSÍ og til áframhaldandi uppbyggingar knattspyrnuíþróttarinnar um allt land.” Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hef ég að undanförnu legið undir feldi varðandi framboð til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ástæða þess að ég ákvað að íhuga þá vegferð er sú að komið var að máli við mig af aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem vildu vita hvort ég væri til í að bjóða mig fram. Þessir aðilar töldu að reynsla mín og menntun gætu nýst vel í starfið. Í mínum huga skiptir miklu máli að aðstaða félaga til knattspyrnuiðkunar sé sem jöfnust hvar sem liðin eru stödd á landinu og að tryggð verði áfram sanngjörn dreifingu fjármagns KSÍ til aðildarfélag þess. Ég er líka þeirrar skoðunar að aukin verði framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og Jöfnunarsjóð KSÍ og jafnframt að knúið verði á enn hagstæðari flugfargjöld fyrir félög til keppnisferða. Einnig tel ég mikið hagsmunamál að íþróttafélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja en það er ekki eingöngu mikilvægt fyrir framgang knattspyrnunnar í landinu heldur einnig alla aðra íþróttastarfsemi. Þá tel ég mikilvægt að umbætur verði gerðar á starfsemi KSÍ og að samvinna þess og knattspyrnufélaga verði aukin.Eftir langa íhugun um hugsanlegt framboð mitt til formanns KSÍ og eftir að hafa fylgst með núverandi frambjóðendum, sem ég tel vel hæfa til að gegna formannsstarfinu, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að ég blandi mér í slaginn. Ég treysti því að báðir, hvor sem kosinn verður, rækti þau áherslumál sem félögum innan knattspyrnusambandsins er svo umhugað um; að þau fái aukinn styrk til að rækta grasrót sína. Þrátt fyrir að ég gefi ekki kost á mér til formennsku í KSÍ hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu innan sambandsins þar sem ég vona að reynsla mín og þekking geti nýst í þágu KSÍ og til áframhaldandi uppbyggingar knattspyrnuíþróttarinnar um allt land. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, kveðst hafa hugsað það nokkuð lengi hvort að nú væri rétti tíminn fyrir hann að stíga til hliðar. 4. janúar 2017 16:02 Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45 Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00 Höskuldur Þórhallsson íhugar framboð til formanns KSÍ Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir félög utan af landi hafa verið í sambandi við sig. 9. janúar 2017 12:15 Björn og Guðni klárir í slaginn en Höskuldur þögull sem gröfin Aðeins tveir hafa staðfest framboð til formanns KSÍ en frestur til að bjóða fram krafta sína rennur út á morgun. 27. janúar 2017 17:00 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns KSÍ en hyggst bjóða sig fram til stjórnarsetu innan sambandsins. Hann segir að eftir langa íhugun um hugsanlegt framboð sitt til formannsins hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til þess að blanda sér í slaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Höskuldi, en hann hafði lýst því yfir að hann væri að íhuga framboð. „Ástæða þess að ég ákvað að íhuga þá vegferð er sú að komið var að máli við mig af aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem vildu vita hvort ég væri til í að bjóða mig fram. Þessir aðilar töldu að reynsla mín og menntun gætu nýst vel í starfið,“ segir Höskuldur í tilkynningunni. Björn Einarsson og Guðni Bergsson eru tveir í framboði og segir Höskuldur að hann treysti því að hvor sem kosinn verður rækti þau áherslumál sem félögum innan sambandsins sé umhugað um. „ [A]ð þau fái aukinn styrk til að rækta grasrót sína. Þrátt fyrir að ég gefi ekki kost á mér til formennsku í KSÍ hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu innan sambandsins þar sem ég vona að reynsla mín og þekking geti nýst í þágu KSÍ og til áframhaldandi uppbyggingar knattspyrnuíþróttarinnar um allt land.” Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hef ég að undanförnu legið undir feldi varðandi framboð til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ástæða þess að ég ákvað að íhuga þá vegferð er sú að komið var að máli við mig af aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem vildu vita hvort ég væri til í að bjóða mig fram. Þessir aðilar töldu að reynsla mín og menntun gætu nýst vel í starfið. Í mínum huga skiptir miklu máli að aðstaða félaga til knattspyrnuiðkunar sé sem jöfnust hvar sem liðin eru stödd á landinu og að tryggð verði áfram sanngjörn dreifingu fjármagns KSÍ til aðildarfélag þess. Ég er líka þeirrar skoðunar að aukin verði framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og Jöfnunarsjóð KSÍ og jafnframt að knúið verði á enn hagstæðari flugfargjöld fyrir félög til keppnisferða. Einnig tel ég mikið hagsmunamál að íþróttafélög fái endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja en það er ekki eingöngu mikilvægt fyrir framgang knattspyrnunnar í landinu heldur einnig alla aðra íþróttastarfsemi. Þá tel ég mikilvægt að umbætur verði gerðar á starfsemi KSÍ og að samvinna þess og knattspyrnufélaga verði aukin.Eftir langa íhugun um hugsanlegt framboð mitt til formanns KSÍ og eftir að hafa fylgst með núverandi frambjóðendum, sem ég tel vel hæfa til að gegna formannsstarfinu, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að ég blandi mér í slaginn. Ég treysti því að báðir, hvor sem kosinn verður, rækti þau áherslumál sem félögum innan knattspyrnusambandsins er svo umhugað um; að þau fái aukinn styrk til að rækta grasrót sína. Þrátt fyrir að ég gefi ekki kost á mér til formennsku í KSÍ hef ég ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu innan sambandsins þar sem ég vona að reynsla mín og þekking geti nýst í þágu KSÍ og til áframhaldandi uppbyggingar knattspyrnuíþróttarinnar um allt land.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, kveðst hafa hugsað það nokkuð lengi hvort að nú væri rétti tíminn fyrir hann að stíga til hliðar. 4. janúar 2017 16:02 Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45 Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00 Höskuldur Þórhallsson íhugar framboð til formanns KSÍ Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir félög utan af landi hafa verið í sambandi við sig. 9. janúar 2017 12:15 Björn og Guðni klárir í slaginn en Höskuldur þögull sem gröfin Aðeins tveir hafa staðfest framboð til formanns KSÍ en frestur til að bjóða fram krafta sína rennur út á morgun. 27. janúar 2017 17:00 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, kveðst hafa hugsað það nokkuð lengi hvort að nú væri rétti tíminn fyrir hann að stíga til hliðar. 4. janúar 2017 16:02
Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Björn Einarsson, Guðrún Inga Sívertsen, Guðni Bergsson eða Halla Gunnarsdóttir? 5. janúar 2017 14:45
Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Vill bjóða sig fram til stjórnar FIFA, ef forysta KSÍ leggur blessun sína yfir það. 4. janúar 2017 19:00
Höskuldur Þórhallsson íhugar framboð til formanns KSÍ Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir félög utan af landi hafa verið í sambandi við sig. 9. janúar 2017 12:15
Björn og Guðni klárir í slaginn en Höskuldur þögull sem gröfin Aðeins tveir hafa staðfest framboð til formanns KSÍ en frestur til að bjóða fram krafta sína rennur út á morgun. 27. janúar 2017 17:00
Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18
Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53