Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2017 23:00 Vísir/Getty UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna. MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna.
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira