Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2017 06:00 Michael Rasmussen sér aðeins eftir því að hafa fengið aðra með sér í lyfin. vísir/getty Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen hélt fyrirlestur um feril sinn á ráðstefnu á vegum ÍSÍ og ÍBR í tengslum við Reykjavíkurleikana í Háskólanum í Reykjavík á fimmtudaginn. Þar sagði hann frá, eins og auglýst var, nokkuð glæstum ferli sínum en þegar hann var upp á sitt besta notaði hann öll árangursbætandi efni sem í boði voru. Hann var hluti af Rabobank-liðinu sem stundaði kerfisbundið lyfjamisferli ekki ólíkt því sem var í gangi hjá Lance Armstrong. Þrátt fyrir að viðurkenna allt sem hann gerði rangt sem hluta af samningi til að fá skemmri dóm árið 2013 og vera úrskurðaður í bann í annað sinn á ferlinum sér hann ekki eftir neinu er varðar hann sjálfan. „Ekki neinu. Þetta var það sem ég þurfti að gera til að fullnýta hæfileika mína og ég veit alveg að ég er mjög góður hjólreiðamaður. Ég gat ekki horft upp á menn sem voru ekki jafn góðir og ég og kannski fimm kílóum of þungir stinga mig af upp fjöllin. Það eina sem ég sé eftir er að fá fleiri með mér í þetta,“ sagði Rasmussen á ráðstefnunni.Rasmussen samdi við lyfjaeftirlitið árið 2013 og sagði frá öllu.vísir/gettyGekk fram af sumum Það er óhætt að segja að Rasmussen kom á óvart með fyrirlestrinum. Flestir héldu að þetta yrði hálftíma afsökunarbeiðni en því fór fjarri. Þvert á móti gagnrýndi hann lyfjaeftirlitskerfið og sagði að á ákveðnum tímapunkti hefði hann verið áreittur eins og einu sinni þegar maður kom heim til hans og horfði á hann hægja sér. Það sagði hann mestu niðurlægingu sína á ævinni. Daninn gekk fullkomlega fram af Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, sem spurði úr sal hvort hann liti virkilega ekki á það sem hann gerði sem svindl. Svarið var einfalt: Nei. Íþróttadeild fékk viðtal við Rasmussen eftir fyrirlesturinn og spurði út í þessa afstöðu hans og hvernig hjólreiðamenn líti á allt þetta lyfjamisferli.Trúa ekki á íþróttina „Við erum afurð ákveðins menningarheims. Það tekur langan tíma að breyta svona langri sögu. Það er auðvelt að breyta skoðun eins manns á einni nóttu og það er alltaf auðveldara að breyta skoðun annarra en þinni eigin. Þessir tveir heimar eru mjög langt hvor frá öðrum,“ sagði Rasmussen. En finnst honum ekki eins og íþróttamennirnir séu að svindla á áhorfendum? „Ég held að flestir trúi ekki lengur á heiðarleika íþróttarinnar. Sú trú glataðist fyrir löngu. Fræga línan í sandinn hefur verið dregin svo oft að það er ekki hægt að telja skiptin lengur. Þessu verður ekki breytt á einni nóttu þannig að ég held að áhorfandinn horfi mjög raunsætt á það sem er að gerast. Fólk getur dæmt þig ansi hart til að byrja með en þegar það sér heildarmyndina getur það verið fljótt að fyrirgefa.“Rasmussen vakti mikla athygli á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR í Háskólanum í Reykjavík í fyrradag.mynd*ísíHársbreidd frá sigri Ferill Rasmussens var næstum fullkomnaður árið 2007 þegar hann var með gott forskot í Tour de France þegar aðeins fjórir áfangar voru eftir. Þá kippti Rabobank-liðið honum úr keppni þegar upp komst að hann sagði Alþjóðalyfjaeftirlitinu ósatt um dvalarstað sinn tveimur árum áður. Hann fékk tveggja ára keppnisbann fyrir það. „Vandamálið er að þeir náðu mér aldrei. Það hefði verið mun auðveldara fyrir mig að sætta mig við að vera rekinn úr Tour de France ef ég hefði fallið á lyfjaprófi því þá hefði ég bara verið heimskur. Málið er að ég hef aldrei á ævinni fallið á lyfjaprófi. Það sem særði mig var að það var mitt eigið lið sem dró mig út úr keppninni. Það var liðið sem stóð fyrir þessu öllu og lét mig fá blóðpokana, faldi EPO í rútunni og gaf mér insúlín. Það var þetta lið sem dró mig út úr keppni því enginn annar gat gert það samkvæmt reglubókinni,“ segir Daninn. En er eitthvað að draga úr lyfjamisnotkun í sportinu? „Í hjólreiðum er þetta að verða betra en það var fyrir tíu árum. Það er samt barnalegt að halda að breytingin sé svo mikil að hjólreiðar séu hreint sport í dag. Ég get næstum því lofað því að enn höfum við ekki séð fyrir endann á lyfjamisferli í hjólreiðum.“Sagan segir nei Sigurvegarar í Tour de France í gegnum tíðina hafa orðið uppvísir að því að nota árangursbætandi lyf, en reyndar ekki allir þótt margir séu grunaðir. Hjólreiðamenn í dag eru að fara hraðar upp erfiðar brekkur í Frakklandshjólreiðunum en svindlarar eins og Rasmussen og Lance Armstrong gerðu á sínum tíma. Er hægt að vinna þessa keppni „hreinn“? „Hjólreiðamennirnir hafa í fullu tré við arfleið íþróttarinnar. Augljóslega vekur það athygli þegar menn í dag eru að fara hraðar upp fjöllin en við Lance Armstrong gerðum. Það er erfitt að fullyrða nokkuð en sagan segir að það sé ekki hægt,“ segir Michael Rasmussen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen hélt fyrirlestur um feril sinn á ráðstefnu á vegum ÍSÍ og ÍBR í tengslum við Reykjavíkurleikana í Háskólanum í Reykjavík á fimmtudaginn. Þar sagði hann frá, eins og auglýst var, nokkuð glæstum ferli sínum en þegar hann var upp á sitt besta notaði hann öll árangursbætandi efni sem í boði voru. Hann var hluti af Rabobank-liðinu sem stundaði kerfisbundið lyfjamisferli ekki ólíkt því sem var í gangi hjá Lance Armstrong. Þrátt fyrir að viðurkenna allt sem hann gerði rangt sem hluta af samningi til að fá skemmri dóm árið 2013 og vera úrskurðaður í bann í annað sinn á ferlinum sér hann ekki eftir neinu er varðar hann sjálfan. „Ekki neinu. Þetta var það sem ég þurfti að gera til að fullnýta hæfileika mína og ég veit alveg að ég er mjög góður hjólreiðamaður. Ég gat ekki horft upp á menn sem voru ekki jafn góðir og ég og kannski fimm kílóum of þungir stinga mig af upp fjöllin. Það eina sem ég sé eftir er að fá fleiri með mér í þetta,“ sagði Rasmussen á ráðstefnunni.Rasmussen samdi við lyfjaeftirlitið árið 2013 og sagði frá öllu.vísir/gettyGekk fram af sumum Það er óhætt að segja að Rasmussen kom á óvart með fyrirlestrinum. Flestir héldu að þetta yrði hálftíma afsökunarbeiðni en því fór fjarri. Þvert á móti gagnrýndi hann lyfjaeftirlitskerfið og sagði að á ákveðnum tímapunkti hefði hann verið áreittur eins og einu sinni þegar maður kom heim til hans og horfði á hann hægja sér. Það sagði hann mestu niðurlægingu sína á ævinni. Daninn gekk fullkomlega fram af Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, sem spurði úr sal hvort hann liti virkilega ekki á það sem hann gerði sem svindl. Svarið var einfalt: Nei. Íþróttadeild fékk viðtal við Rasmussen eftir fyrirlesturinn og spurði út í þessa afstöðu hans og hvernig hjólreiðamenn líti á allt þetta lyfjamisferli.Trúa ekki á íþróttina „Við erum afurð ákveðins menningarheims. Það tekur langan tíma að breyta svona langri sögu. Það er auðvelt að breyta skoðun eins manns á einni nóttu og það er alltaf auðveldara að breyta skoðun annarra en þinni eigin. Þessir tveir heimar eru mjög langt hvor frá öðrum,“ sagði Rasmussen. En finnst honum ekki eins og íþróttamennirnir séu að svindla á áhorfendum? „Ég held að flestir trúi ekki lengur á heiðarleika íþróttarinnar. Sú trú glataðist fyrir löngu. Fræga línan í sandinn hefur verið dregin svo oft að það er ekki hægt að telja skiptin lengur. Þessu verður ekki breytt á einni nóttu þannig að ég held að áhorfandinn horfi mjög raunsætt á það sem er að gerast. Fólk getur dæmt þig ansi hart til að byrja með en þegar það sér heildarmyndina getur það verið fljótt að fyrirgefa.“Rasmussen vakti mikla athygli á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR í Háskólanum í Reykjavík í fyrradag.mynd*ísíHársbreidd frá sigri Ferill Rasmussens var næstum fullkomnaður árið 2007 þegar hann var með gott forskot í Tour de France þegar aðeins fjórir áfangar voru eftir. Þá kippti Rabobank-liðið honum úr keppni þegar upp komst að hann sagði Alþjóðalyfjaeftirlitinu ósatt um dvalarstað sinn tveimur árum áður. Hann fékk tveggja ára keppnisbann fyrir það. „Vandamálið er að þeir náðu mér aldrei. Það hefði verið mun auðveldara fyrir mig að sætta mig við að vera rekinn úr Tour de France ef ég hefði fallið á lyfjaprófi því þá hefði ég bara verið heimskur. Málið er að ég hef aldrei á ævinni fallið á lyfjaprófi. Það sem særði mig var að það var mitt eigið lið sem dró mig út úr keppninni. Það var liðið sem stóð fyrir þessu öllu og lét mig fá blóðpokana, faldi EPO í rútunni og gaf mér insúlín. Það var þetta lið sem dró mig út úr keppni því enginn annar gat gert það samkvæmt reglubókinni,“ segir Daninn. En er eitthvað að draga úr lyfjamisnotkun í sportinu? „Í hjólreiðum er þetta að verða betra en það var fyrir tíu árum. Það er samt barnalegt að halda að breytingin sé svo mikil að hjólreiðar séu hreint sport í dag. Ég get næstum því lofað því að enn höfum við ekki séð fyrir endann á lyfjamisferli í hjólreiðum.“Sagan segir nei Sigurvegarar í Tour de France í gegnum tíðina hafa orðið uppvísir að því að nota árangursbætandi lyf, en reyndar ekki allir þótt margir séu grunaðir. Hjólreiðamenn í dag eru að fara hraðar upp erfiðar brekkur í Frakklandshjólreiðunum en svindlarar eins og Rasmussen og Lance Armstrong gerðu á sínum tíma. Er hægt að vinna þessa keppni „hreinn“? „Hjólreiðamennirnir hafa í fullu tré við arfleið íþróttarinnar. Augljóslega vekur það athygli þegar menn í dag eru að fara hraðar upp fjöllin en við Lance Armstrong gerðum. Það er erfitt að fullyrða nokkuð en sagan segir að það sé ekki hægt,“ segir Michael Rasmussen. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00
Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30