Finnur Freyr: Nýr leikmaður kynntur á laugardag Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2017 21:15 Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagðist vera ánægður með sigurinn gegn Haukum í Dominos-deildinni í kvöld og þá sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem áttu sér stað þegar Cedrick Bowen var sendur heim. „Mér fannst við alveg getað spilað töluvert betur en það voru góðir leikkaflar í öðrum leikhluta og svo núna í lokin sem færðu okkur þennan sigur. Miðað við að liðið var ekki að spila af fullum krafti þá er ég ánægður með að fá sigur,“ sagði Finnur Freyr við Vísi eftir leik. KR var fimm stigum yfir í hálfleik en eftir leikhlé hrökk sóknarleikurinn í baklás og liðið skoraði aðeins 14 stig á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. „Mér fannst bara vanta smá takt í menn. Við vorum að gera ágætis hluti og skapa ýmislegt en það vantaði upp á tímasetningar og smá meiri grimmd undir körfunni. Þegar það small þá fannst mér við vera að fá fínar körfur. Það vantaði drápseðlið í okkur.“ Eins og kom fram fyrr í dag þá sendu KR-ingar Cedrick Bowen heim en hann þótti ekki standa undir vandræðum. „Við erum búnir að vera að skoða okkar mál. Cedrick er góður strákur og mjög fínn í ákveðnum hlutum í körfubolta en við töldum það að okkur vantaði strák sem er betri í fleiri þáttum leiksins. Leikmann sem getur styrkt okkur varnarlega og frákastalega og í þessum leikfræðilegu þáttum sem Cedrick hefur ekki reynsluna til að vera góður í.“ „Sá leikmaður kemur á laugardaginn og verður kynntur til leiks þá. Hann er búinn að spila í Evrópu í fjögur tímabil núna. Þetta er reynslumeiri strákur sem er nær eldri leikmönnunum í aldri og hefur verið í titilbaráttu þar sem hann hefur verið að spila. Hann kann það sem við höfum verið að gera. Hann er miðherji sem getur leyst báðar stóru stöðurnar,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagðist vera ánægður með sigurinn gegn Haukum í Dominos-deildinni í kvöld og þá sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem áttu sér stað þegar Cedrick Bowen var sendur heim. „Mér fannst við alveg getað spilað töluvert betur en það voru góðir leikkaflar í öðrum leikhluta og svo núna í lokin sem færðu okkur þennan sigur. Miðað við að liðið var ekki að spila af fullum krafti þá er ég ánægður með að fá sigur,“ sagði Finnur Freyr við Vísi eftir leik. KR var fimm stigum yfir í hálfleik en eftir leikhlé hrökk sóknarleikurinn í baklás og liðið skoraði aðeins 14 stig á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. „Mér fannst bara vanta smá takt í menn. Við vorum að gera ágætis hluti og skapa ýmislegt en það vantaði upp á tímasetningar og smá meiri grimmd undir körfunni. Þegar það small þá fannst mér við vera að fá fínar körfur. Það vantaði drápseðlið í okkur.“ Eins og kom fram fyrr í dag þá sendu KR-ingar Cedrick Bowen heim en hann þótti ekki standa undir vandræðum. „Við erum búnir að vera að skoða okkar mál. Cedrick er góður strákur og mjög fínn í ákveðnum hlutum í körfubolta en við töldum það að okkur vantaði strák sem er betri í fleiri þáttum leiksins. Leikmann sem getur styrkt okkur varnarlega og frákastalega og í þessum leikfræðilegu þáttum sem Cedrick hefur ekki reynsluna til að vera góður í.“ „Sá leikmaður kemur á laugardaginn og verður kynntur til leiks þá. Hann er búinn að spila í Evrópu í fjögur tímabil núna. Þetta er reynslumeiri strákur sem er nær eldri leikmönnunum í aldri og hefur verið í titilbaráttu þar sem hann hefur verið að spila. Hann kann það sem við höfum verið að gera. Hann er miðherji sem getur leyst báðar stóru stöðurnar,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira