Handbolti

Þrettán mörk Hrafnhildar Hönnu í sigri Selfyssinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna var sem fyrr markahæst í liði Selfoss.
Hrafnhildur Hanna var sem fyrr markahæst í liði Selfoss. vísir/valli
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 13 mörk þegar Selfoss vann góðan sigur á Haukum, 28-25, í Olís-deild kvenna í kvöld.

Þrátt fyrir sigurinn er Selfoss enn í 7. sæti deildarinnar. Liðið er þó með jafnmörg stig og Grótta sem er í 6. sætinu.

Selfyssingar voru með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-11 og eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn enn þrjú mörk, 16-13.

Þá kom góður kafli hjá Haukum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og náðu forystunni, 17-18. Heimakonur gáfu þá aftur í og lönduðu sigrinum. Lokatölur 28-25, Selfossi í vil.

Hrafnhildur Hanna var langmarkahæst á vellinum með sín 13 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir kom í næst í liði Selfoss með fjögur mörk.

Ramune Pekarskyte skoraði sjö mörk fyrir Hauka sem eru í 4. sæti deildarinnar.

Mörk Selfoss:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 13/8, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Dijana Radojevic 3, Carmen Palamariu 3, Adina Maria Ghidoarca 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2,.

Mörk Hauka:

Ramune Pekarskyte 7, Guðrún Erla Bjarnadóttir 5/3, Maria Ines Da Silve Pereira 4, Karen Helga Díönudóttir 4, María Karlsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×