HBStatz: 32 prósent munur á skotnýtingu Bjarka og Guðjóns Val úr vinstra horninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 10:30 Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Samsett/EPA og Getty Bjarki Már Elísson var miklu betri í vinstra horninu en Guðjón Valur Sigurðsson á HM í handbolta í Frakklandi þegar kemur að fjölda marka eða skotnýtingu Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson voru tveir af þremur markahæstu mönnum íslenska landsliðsins á HM í handbolta í Frakklandi. HBStatz tók saman ítarlega tölfræði á heimsmeistaramótinu og hefur nú birt samanburð á skotnýtingu þeirra Guðjóns Vals og Bjarka Más. Það vekur athygli að Bjarki tekur átta fleiri skot úr vinstra horninu og hann nýtir líka skotin sín 32 prósent betur úr sinni stöðu. Bjarki Már Elísson skoraði úr 23 af 29 skotum sínum sem gerir 79 prósent skotnýtingu. Hann tók öll skotin sín utan af velli. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 24 mörk úr 38 skotum sem gerir 63 prósent skotnýtingu. Sjö af mörkum Guðjón Vals komu af vítalínunni en hann nýtti 70 prósent víta sinna og því „bara“ 61 prósent skota sinna utan af velli. Samanburður á skotum þeirra úr vinstra horninu vekur mesta athygli. Bjarki Már nýtir 13 af 18 skotum sínum úr vinstra horninu eða 72 prósent. Guðjón Valur er aftur á móti með aðeins 10 skot og 40 prósent skotnýtingu úr vinstra horninu. Bjarki Már er að skora níu fleiri mörk úr vinstra horninu heldur en Guðjón Valur þrátt fyrir að spila 83 færri mínútur (135:35) en Guðjón Valur (218:55). Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson eru báðir með 86 prósent skotnýtingu úr hraðaupphlaupum en Guðjón Valur er með tvöfalt fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (12) en Bjarki (6) samkvæmt skráningu HBStatz. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans Það gekk illa hjá dönskum sjónvarpsmanni að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar og Tina Möller réði ekki við sig. 18. janúar 2017 09:06 HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. 23. janúar 2017 14:30 Guðjón: Mjög jákvæður á framhaldið "Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrulega ánægður og stoltur af strákunum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. 21. janúar 2017 19:33 Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. 18. janúar 2017 06:30 Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00 Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Framkvæmdastjóri HSÍ er ekki hrifin af hugmynd Kristjáns Arasonar um að henda fjórum lykilmönnum út úr landsliðinu. 24. janúar 2017 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Bjarki Már Elísson var miklu betri í vinstra horninu en Guðjón Valur Sigurðsson á HM í handbolta í Frakklandi þegar kemur að fjölda marka eða skotnýtingu Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson voru tveir af þremur markahæstu mönnum íslenska landsliðsins á HM í handbolta í Frakklandi. HBStatz tók saman ítarlega tölfræði á heimsmeistaramótinu og hefur nú birt samanburð á skotnýtingu þeirra Guðjóns Vals og Bjarka Más. Það vekur athygli að Bjarki tekur átta fleiri skot úr vinstra horninu og hann nýtir líka skotin sín 32 prósent betur úr sinni stöðu. Bjarki Már Elísson skoraði úr 23 af 29 skotum sínum sem gerir 79 prósent skotnýtingu. Hann tók öll skotin sín utan af velli. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 24 mörk úr 38 skotum sem gerir 63 prósent skotnýtingu. Sjö af mörkum Guðjón Vals komu af vítalínunni en hann nýtti 70 prósent víta sinna og því „bara“ 61 prósent skota sinna utan af velli. Samanburður á skotum þeirra úr vinstra horninu vekur mesta athygli. Bjarki Már nýtir 13 af 18 skotum sínum úr vinstra horninu eða 72 prósent. Guðjón Valur er aftur á móti með aðeins 10 skot og 40 prósent skotnýtingu úr vinstra horninu. Bjarki Már er að skora níu fleiri mörk úr vinstra horninu heldur en Guðjón Valur þrátt fyrir að spila 83 færri mínútur (135:35) en Guðjón Valur (218:55). Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson eru báðir með 86 prósent skotnýtingu úr hraðaupphlaupum en Guðjón Valur er með tvöfalt fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (12) en Bjarki (6) samkvæmt skráningu HBStatz.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans Það gekk illa hjá dönskum sjónvarpsmanni að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar og Tina Möller réði ekki við sig. 18. janúar 2017 09:06 HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. 23. janúar 2017 14:30 Guðjón: Mjög jákvæður á framhaldið "Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrulega ánægður og stoltur af strákunum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. 21. janúar 2017 19:33 Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. 18. janúar 2017 06:30 Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00 Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Framkvæmdastjóri HSÍ er ekki hrifin af hugmynd Kristjáns Arasonar um að henda fjórum lykilmönnum út úr landsliðinu. 24. janúar 2017 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03
Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans Það gekk illa hjá dönskum sjónvarpsmanni að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar og Tina Möller réði ekki við sig. 18. janúar 2017 09:06
HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz. 23. janúar 2017 14:30
Guðjón: Mjög jákvæður á framhaldið "Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé búið en ég er ótrulega ánægður og stoltur af strákunum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. 21. janúar 2017 19:33
Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. 18. janúar 2017 06:30
Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15
Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00
Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Framkvæmdastjóri HSÍ er ekki hrifin af hugmynd Kristjáns Arasonar um að henda fjórum lykilmönnum út úr landsliðinu. 24. janúar 2017 19:00