HM-múrinn hjá íslenskum þjálfurum enn of hár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2017 06:00 Kristján Andrésson stýrði sænska liðinu til sigurs í fimm leikjum af sjö á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem var hans fyrsta stórmót. vísir/Getty Kristján Andrésson varð fyrr í þessum mánuði fimmtándi íslenski handboltaþjálfarinn sem stýrir landsliði á heimsmeistaramóti karla í handbolta þegar hann mætti með sænska landsliðið til leiks á móti Barein 13. janúar. Framtíðin er vissulega sænska liðsins en litlu munaði þó á móti Frökkum í átta liða úrslitunum í gærkvöldi þar sem Frakkar höfðu á endanum betur eftir mikinn spennuleik. Undanúrslitin voru innan seilingar og það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu. Kristján var síðasta íslenska vonin að komast í gegnum HM-múrinn sem hefur reynst íslenskum þjálfurum svo svakalega erfiður. Það er ekki hægt að kvarta yfir byrjun Kristjáns enda vann liðið fyrstu sjö leiki sína undir hans stjórn, fyrst tvo leiki í undankeppni EM í nóvember, þá þrjá undirbúningsleiki fyrir HM í upphafi ársins og loks tvo fyrstu leiki sína á HM. Fyrsta tapið kom í leik á móti Dönum 16. janúar þar sem aðeins stórbrotin markvarsla Niklas Landin kom í veg fyrir sænskan sigur.Guðmundur Guðmundson tapaði í 16 liða úrslitum.vísir/gettyEnginn spilað um verðlaun Danski markvörðurinn varði 23 skot og níu skotum meira en kollegi hans í sænska markinu og Dönum tókst að landa tveggja marka sigri í lokin. Svíar svöruðu þessu tapi með því að vinna næstu þrjá leiki sína með 12,3 mörkum að meðaltali, alla á móti liðum sem fóru í sextán liða úrslit keppninnar. Svíar unnu 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum og mættu svo heimamönnum, Frökkum, í gær. Íslenskir þjálfarar hafa oftar en einu sinni unnið til verðlauna og komið landsliðum í leiki um verðlaun á Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum. Nú síðast í fyrra unnu Þjóðverjar Evrópumeistaratitilinn undir stjórn Dags Sigurðssonar og Danir urðu Ólympíumeistarar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland hefur unnið verðlaun á báðum mótum og í bæði skiptin undir stjórn Guðmundar (silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010). Þegar kemur að heimsmeistaramótum hefur annað verið uppi á teningnum. Fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi höfðu tveir íslenskir þjálfarar komið liðum sínum upp í fimmta sæti en enginn hafði komið liði sínu í leiki um verðlaun.Dagur kvaddi HM eftir tap gegn Katar.vísir/gettyÞórir sá eini Íslenska landsliðið náði fimmta sætinu undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar á HM í Kumamoto árið 1997 þegar liðið vann sjö af níu leikjum sínum, þar á meðal níu marka sigur á Júgóslövum í riðlinum og níu marka sigur á Spánverjum í leik um sæti. Eina tapið kom á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ekki í síðasta sinn sem íslensk handboltahjörtu brustu við tap fyrir Ungverjum. Guðmundur Guðmundsson náði að jafna árangur Þorbjarnar á HM í Katar fyrir tveimur árum þegar Danir tryggðu sér fimmta sætið með fjögurra marka sigri á Króötum. Danska liðið hafði dottið út úr átta liða úrslitunum eftir eins marks tap á móti Spáni en það var eina tap liðsins á mótinu. Þorbjörn hafði fyrir tæpum tuttugu árum bætt met þeirra Hallsteins Hinrikssonar (6. sæti á HM 1961) og Bogdans Kowalczyk (6. sæti á HM í Sviss 1986) en Þorbjörn Jensson var einmitt fyrirliði íslenska liðsins sem náði sjötta sætinu á HM í Sviss fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Íslenskur handboltaþjálfari hefur þó vissulega stýrt liði til sigurs á heimsmeistaramóti. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar hefur norska kvennalandsliðið orðið heimsmeistari tvisvar sinnum, unnið þrenn verðlaun á heimsmeistaramóti og spilað um verðlaun á þremur af fjórum heimsmeistaramótum undir stjórn Selfyssingsins. Versti árangur hans á heimsmeistaramóti, 5. sæti á HM í Serbíu 2013, er áfram besti árangur íslensks þjálfara á HM karla.Besta gengi íslensks þjálfara í sögu HM karla í handbolta5. sæti Þorbjörn Jensson á HM í Kumamoto 1997 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Katar 20156. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1961 Bogdan Kowalczyk á HM í Sviss 1986 Guðmundur Guðmundsson á HM í Svíþjóð 2011 Kristján Andrésson með Svíþjóð á HM í Frakklandi 20177. sæti Guðmundur Guðmundsson á HM í Portúgal 2003 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Katar 20158. sæti Þorbergur Aðalsteinsson á HM í Svíþjóð 1993 Alfreð Gíslason á HM í Þýskalandi 20079. sæti Karl G. Benediktsson á HM í Tékkóslóvakíu 1964 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Frakklandi 201710. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1958 Bogdan Kowalczyk á HM í Tékkóslóvakíu 1990 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Frakklandi 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. 24. janúar 2017 13:45 Kristján og Svíarnir úr leik eftir tap á móti Frakklandi Kristján Andrésson var síðasti Íslendingurinn sem eftir var á HM í Frakklandi en hann er á heimleið. 24. janúar 2017 19:31 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Kristján Andrésson varð fyrr í þessum mánuði fimmtándi íslenski handboltaþjálfarinn sem stýrir landsliði á heimsmeistaramóti karla í handbolta þegar hann mætti með sænska landsliðið til leiks á móti Barein 13. janúar. Framtíðin er vissulega sænska liðsins en litlu munaði þó á móti Frökkum í átta liða úrslitunum í gærkvöldi þar sem Frakkar höfðu á endanum betur eftir mikinn spennuleik. Undanúrslitin voru innan seilingar og það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu. Kristján var síðasta íslenska vonin að komast í gegnum HM-múrinn sem hefur reynst íslenskum þjálfurum svo svakalega erfiður. Það er ekki hægt að kvarta yfir byrjun Kristjáns enda vann liðið fyrstu sjö leiki sína undir hans stjórn, fyrst tvo leiki í undankeppni EM í nóvember, þá þrjá undirbúningsleiki fyrir HM í upphafi ársins og loks tvo fyrstu leiki sína á HM. Fyrsta tapið kom í leik á móti Dönum 16. janúar þar sem aðeins stórbrotin markvarsla Niklas Landin kom í veg fyrir sænskan sigur.Guðmundur Guðmundson tapaði í 16 liða úrslitum.vísir/gettyEnginn spilað um verðlaun Danski markvörðurinn varði 23 skot og níu skotum meira en kollegi hans í sænska markinu og Dönum tókst að landa tveggja marka sigri í lokin. Svíar svöruðu þessu tapi með því að vinna næstu þrjá leiki sína með 12,3 mörkum að meðaltali, alla á móti liðum sem fóru í sextán liða úrslit keppninnar. Svíar unnu 19 marka sigur á Hvít-Rússum í sextán liða úrslitunum og mættu svo heimamönnum, Frökkum, í gær. Íslenskir þjálfarar hafa oftar en einu sinni unnið til verðlauna og komið landsliðum í leiki um verðlaun á Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum. Nú síðast í fyrra unnu Þjóðverjar Evrópumeistaratitilinn undir stjórn Dags Sigurðssonar og Danir urðu Ólympíumeistarar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland hefur unnið verðlaun á báðum mótum og í bæði skiptin undir stjórn Guðmundar (silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010). Þegar kemur að heimsmeistaramótum hefur annað verið uppi á teningnum. Fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi höfðu tveir íslenskir þjálfarar komið liðum sínum upp í fimmta sæti en enginn hafði komið liði sínu í leiki um verðlaun.Dagur kvaddi HM eftir tap gegn Katar.vísir/gettyÞórir sá eini Íslenska landsliðið náði fimmta sætinu undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar á HM í Kumamoto árið 1997 þegar liðið vann sjö af níu leikjum sínum, þar á meðal níu marka sigur á Júgóslövum í riðlinum og níu marka sigur á Spánverjum í leik um sæti. Eina tapið kom á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ekki í síðasta sinn sem íslensk handboltahjörtu brustu við tap fyrir Ungverjum. Guðmundur Guðmundsson náði að jafna árangur Þorbjarnar á HM í Katar fyrir tveimur árum þegar Danir tryggðu sér fimmta sætið með fjögurra marka sigri á Króötum. Danska liðið hafði dottið út úr átta liða úrslitunum eftir eins marks tap á móti Spáni en það var eina tap liðsins á mótinu. Þorbjörn hafði fyrir tæpum tuttugu árum bætt met þeirra Hallsteins Hinrikssonar (6. sæti á HM 1961) og Bogdans Kowalczyk (6. sæti á HM í Sviss 1986) en Þorbjörn Jensson var einmitt fyrirliði íslenska liðsins sem náði sjötta sætinu á HM í Sviss fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Íslenskur handboltaþjálfari hefur þó vissulega stýrt liði til sigurs á heimsmeistaramóti. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar hefur norska kvennalandsliðið orðið heimsmeistari tvisvar sinnum, unnið þrenn verðlaun á heimsmeistaramóti og spilað um verðlaun á þremur af fjórum heimsmeistaramótum undir stjórn Selfyssingsins. Versti árangur hans á heimsmeistaramóti, 5. sæti á HM í Serbíu 2013, er áfram besti árangur íslensks þjálfara á HM karla.Besta gengi íslensks þjálfara í sögu HM karla í handbolta5. sæti Þorbjörn Jensson á HM í Kumamoto 1997 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Katar 20156. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1961 Bogdan Kowalczyk á HM í Sviss 1986 Guðmundur Guðmundsson á HM í Svíþjóð 2011 Kristján Andrésson með Svíþjóð á HM í Frakklandi 20177. sæti Guðmundur Guðmundsson á HM í Portúgal 2003 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Katar 20158. sæti Þorbergur Aðalsteinsson á HM í Svíþjóð 1993 Alfreð Gíslason á HM í Þýskalandi 20079. sæti Karl G. Benediktsson á HM í Tékkóslóvakíu 1964 Dagur Sigurðsson með Þýskaland á HM í Frakklandi 201710. sæti Hallsteinn Hinriksson á HM í Vestur-Þýskaland 1958 Bogdan Kowalczyk á HM í Tékkóslóvakíu 1990 Guðmundur Guðmundsson með Danmörku á HM í Frakklandi 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. 24. janúar 2017 13:45 Kristján og Svíarnir úr leik eftir tap á móti Frakklandi Kristján Andrésson var síðasti Íslendingurinn sem eftir var á HM í Frakklandi en hann er á heimleið. 24. janúar 2017 19:31 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. 24. janúar 2017 13:45
Kristján og Svíarnir úr leik eftir tap á móti Frakklandi Kristján Andrésson var síðasti Íslendingurinn sem eftir var á HM í Frakklandi en hann er á heimleið. 24. janúar 2017 19:31