Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 19:48 Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“ Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“
Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira