Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2017 18:15 Sverre Jakobsson vill að Tomas Olason (efri) og Stephen Nielsen (neðri) fái tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm/hanna/stefán Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira
Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sjá meira