Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 12:00 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/Samsett/WPA Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti