Einar Andri gerir upp leik Íslands: Von fyrir framtíð landsliðsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2017 19:09 Frakkar fagna því að vera komnir áfram í fjórðungsúrslitin. En framtíð íslenska landsliðsins er björt. Vísir/EPA Þó svo að Ísland hafi í dag fallið úr leik á HM í handbolta gerðu strákanir okkar það með miklum sóma eftir góða frammistöðu gegn gestgjöfum Frakka fyrir 28 þúsund áhorfendum í Lille. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olísdeild karla, er sérfræðingur Vísis um HM í handbolta og hann var ánægður með frammistöðu strákanna okkar í 31-25 tapi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 14-13. „Fyrri hálfleikur var frábær og virkilega vel útfærður. Vörnin var öflug og þeir Rúnar og Óli frábærir í sókninni. Við vorum hreinlega óheppnir að vera ekki yfir,“ sagði Einar Andri. Ísland gaf eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Frakkar náðu forystu sem strákarnir okkar náðu ekki að brúa. „Það voru mikið af töpuðum boltum og þá búa þeir til þennan mun. En strákarnir komu til baka og í 50 mínútur var þetta virkilega jafn leikur.“ Hann segir að mistökin hafi verið of mörg hjá liði Íslands. „Jafn öflugt lið og Frakkland refsar fyrir hver mistök, eðlilega.“Allir hefðu þurft að eiga stórleik Sóknarleikur Íslands var góður í kvöld, betri en oft áður á mótinu í Frakklandi. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vita allir hvað Rúnar og Óli geta og þegar þeir hitta á sinn dag þá erum við stórhættulegir. Þeir eru afar öflugar skyttar og það var allt í vinklunum hjá þeim. Rúnar var að skjóta í raun vel allan leikinn.“ Hann hrósaði þjálfurum Íslands fyrir þeirra innlegg. „Það var augljóst að þeir náðu að leggja leikinn vel upp og þegar sóknin náði að rúlla vel þá var stórskemmtilegt að sjá hana.“ Hvað varnarleikinn varðar sagði Einar Andri að íslenska vörnin hafi átt svör við öllu. „Þetta var erfitt þegar þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök en enn og aftur var miðjan í vörninni hrikalega öflug. Þegar við náðum að stýra ferðinni í leiknum þá var þetta mjög gott. En þegar mistökin komu þá fór takturinn úr þessu.“ Markverðir Íslands hafa oft verið með betri tölur en í kvöld en Einar Andri bendir á að það segi ekki alla söguna. „Björgvin Páll var hrikalega öflugur þegar hann kom aftur inn á í síðari hálfleik. Heilt yfir vörðu þeir ekki marga bolta en það eru ekki heldur margir boltar sem við getum sagt að þeir hefðu átt að taka. Frakkarnir náðu oft að opna okkur mjög vel.“ „Auðvitað hefði það hjálpað til að fá stórleik frá markvörðunum okkar. Raunar er það svo að við hefðum þurft stórleik frá öllum til að vinna Frakka.“Með góða tilfinningu eftir mótið Hann hrósaði skapgerð íslenska liðsins sem hann sagði vera sterka. Hann kvíðir ekki framhaldinu. „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá afsökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana.“ „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann inni [Aron Pálmarsson] og maður spyr sig hvernig hefði farið fyrir okkur ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti,“ segir Einar Andri. „Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu. Það var augljóst að allir höfðu mikla trú á verkefninu en svona ákafa fylgir oft að menn gera einföld mistök en þeim mun fækka þegar ungir menn fá meiri reynslu. Það er hægt að gera væntingar til þessa liðs í framhaldinu og heildina á litið var þetta flott mót fyrir framtíð íslenska liðsins. Ég er með góða tilfinningu eftir þetta mót.“ Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi í dag fallið úr leik á HM í handbolta gerðu strákanir okkar það með miklum sóma eftir góða frammistöðu gegn gestgjöfum Frakka fyrir 28 þúsund áhorfendum í Lille. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olísdeild karla, er sérfræðingur Vísis um HM í handbolta og hann var ánægður með frammistöðu strákanna okkar í 31-25 tapi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 14-13. „Fyrri hálfleikur var frábær og virkilega vel útfærður. Vörnin var öflug og þeir Rúnar og Óli frábærir í sókninni. Við vorum hreinlega óheppnir að vera ekki yfir,“ sagði Einar Andri. Ísland gaf eftir á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Frakkar náðu forystu sem strákarnir okkar náðu ekki að brúa. „Það voru mikið af töpuðum boltum og þá búa þeir til þennan mun. En strákarnir komu til baka og í 50 mínútur var þetta virkilega jafn leikur.“ Hann segir að mistökin hafi verið of mörg hjá liði Íslands. „Jafn öflugt lið og Frakkland refsar fyrir hver mistök, eðlilega.“Allir hefðu þurft að eiga stórleik Sóknarleikur Íslands var góður í kvöld, betri en oft áður á mótinu í Frakklandi. „Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vita allir hvað Rúnar og Óli geta og þegar þeir hitta á sinn dag þá erum við stórhættulegir. Þeir eru afar öflugar skyttar og það var allt í vinklunum hjá þeim. Rúnar var að skjóta í raun vel allan leikinn.“ Hann hrósaði þjálfurum Íslands fyrir þeirra innlegg. „Það var augljóst að þeir náðu að leggja leikinn vel upp og þegar sóknin náði að rúlla vel þá var stórskemmtilegt að sjá hana.“ Hvað varnarleikinn varðar sagði Einar Andri að íslenska vörnin hafi átt svör við öllu. „Þetta var erfitt þegar þeir náðu að refsa okkur fyrir mistök en enn og aftur var miðjan í vörninni hrikalega öflug. Þegar við náðum að stýra ferðinni í leiknum þá var þetta mjög gott. En þegar mistökin komu þá fór takturinn úr þessu.“ Markverðir Íslands hafa oft verið með betri tölur en í kvöld en Einar Andri bendir á að það segi ekki alla söguna. „Björgvin Páll var hrikalega öflugur þegar hann kom aftur inn á í síðari hálfleik. Heilt yfir vörðu þeir ekki marga bolta en það eru ekki heldur margir boltar sem við getum sagt að þeir hefðu átt að taka. Frakkarnir náðu oft að opna okkur mjög vel.“ „Auðvitað hefði það hjálpað til að fá stórleik frá markvörðunum okkar. Raunar er það svo að við hefðum þurft stórleik frá öllum til að vinna Frakka.“Með góða tilfinningu eftir mótið Hann hrósaði skapgerð íslenska liðsins sem hann sagði vera sterka. Hann kvíðir ekki framhaldinu. „Það hefði verið mjög auðvelt að tapa stórt og geta bara notað þá afsökun að við hefðum verið að spila við Frakka fyrir framan allt þetta fólk. Þetta var leikur og það vantaði ekki mikið upp á í síðari hálfleik til að setja alvöru pressu á Frakkana.“ „Þetta gefur okkur von fyrir framtíðina. Við skulum ekki gleyma að við eigum einn besta handboltamann inni [Aron Pálmarsson] og maður spyr sig hvernig hefði farið fyrir okkur ef hann hefði verið heill og verið með okkur á þessu móti,“ segir Einar Andri. „Við þurfum ekki að örvænta. Geir var að gefa ungum mönnum tækifæri og menn fá heilmikla reynslu. Það var augljóst að allir höfðu mikla trú á verkefninu en svona ákafa fylgir oft að menn gera einföld mistök en þeim mun fækka þegar ungir menn fá meiri reynslu. Það er hægt að gera væntingar til þessa liðs í framhaldinu og heildina á litið var þetta flott mót fyrir framtíð íslenska liðsins. Ég er með góða tilfinningu eftir þetta mót.“
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03 Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag. 21. janúar 2017 19:03
Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. 21. janúar 2017 18:54
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn