Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Þór Ak. 89-100 | Þórsarar bæta stöðu sína í deildinni enn fremur Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 20. janúar 2017 22:45 Darrel Lewis skoraði 35 stig og tók 10 fráköst. vísir/ernir Þór Akureyri gerði sér góða ferð vestur og unnu verðskuldaðan sigur á Skallagrímsmönnum 89-100 í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Nú þegar 14.umferð hefur lokið í Domino’s deildinni þá eru Þórsarar í fjórða sæti með 16 stig en á meðan sitja Skallagrímsmenn á eftir í 10 sæti með 12 stig. En það gefur augaleið að hver og einn leikur framundan er gríðarlega mikilvægur á meðan deildin er eins jöfn og hún er og hvert stig afar dýrmætt. Skallagrímsmenn byrjuðu mun betur í fyrsta leikhluta og voru að setja skotin sín niður og spiluðu sömuleiðis af mikilli liðsheild. Þórsarar voru oft á tíðum fastir fyrir utan þriggja stiga línuna og lítið að kíkja inn í teig í byrjun en með hverri mínútu fóru þeir að finna taktinn. Lið skiptust á að leiða leikinn en um miðbik annars leikhluta var eins og öll orka hefði verið dregin úr heimamönnum og öll barátta fokið útum gluggann. Það var ekki fyrr en um tvær mínútur voru eftir að Skallagrímsmenn skora 10 stig í röð og koma sér í stöðuna 51-48 með 30 sekúndur eftir af hálfleik. En Þórsarar náðu að laga sína stöðu en hálfleikstölur voru 51-50 Skallagrím í vil. Í seinni hálfleik var svo lítið að frétta frá hinum gulu. Leikmenn heimamanna voru margir hverjir að reyna að taka leikinn í sínar hendur sem skilaði sér eingöngu í stirðum sóknarleik og ótímabærum skotum. Aftur á hrukku gestirnir í gang og voru að klára sín færi vel. Þeir rauðu juku síðan hægt og rólega forskotið en þeir komust mest í 17 stig. Skallagrímsmenn náðu svo aldrei einhverju flugi né gerðu sig líklega til áhlaupa það var hreinlega of mikið um tækni-feila. Svo virtist hreinlega sem að blóðbragðið var meira hjá gestunum sem áttu sigurinn skilið. Lokatölur 89-100, Þór Akureyri í vil.Af hverju vann Þór Ak.? Þrátt fyrir ekki svo góða byrjun hjá Þórs liðinu þar sem skotin voru ekki að falla þá héldu þeir samt haus allan leikinn. Það var mest áberandi í seinni hálfleik að sigurviljinn var meiri hjá þórsurum. Skotin fóru að rata rétta leið, mikil orka kom af bekknum og menn almennt jákvæðir á að líta.Bestu menn vallarins? Bestur hjá Þórsurum var Darrel Lewis en hann var með 35 stig fyrir sína menn, þar af komu 18 stig í fyrri hálfleik. Einnig var hann frákastahæstur með 10 fráköst. George Beamon og Þröstur Leó Jóhannsson skiluðu inn sitthvorum 22 stigunum. Hjá Skallagrím var tvíeykið, Flenard Whitfield og Sigtryggur Arnar, bestir sinna manna. Whitfield skilaði inn 35 stigum og 15 fráköstum og Sigtryggur Arnar skilaði inn 17 stigum og 9 stoðsendingum.Tölfræðin sem vakti athygli? Leikurinn var jafn framan af en samtals skiptust liðin á að leiða leikinn sex sinnum og jöfnuðu fjórum sinnum yfir leiktímann. Þess má geta að allir leikmenn Þór Ak. sem spiluðu einhverjar mínútur skoruðu stig. Stig af bekknum voru 17 á móti 11 stigum af bekk Borgnesinga. Annars var önnur tölfræði liðanna keimlík.Hvað gekk illa? Það var eins og eitthvað samskiptaleysi hafi elt Skallagrímsmenn nánast allan leikinn en oft á tíðum gekk illa að láta boltann rata í réttar hendur. Sömuleiðis voru menn að pirra sig á smáatriðum og líkamstjáningar minntu helst á manneskju sem hafði gleymt að fá sér morgunmat. En 89 stig á að vera feykinóg til þess að vinna körfuboltaleik, ætli tapið hafi þá ekki legið í vörninni að þessu sinni.Benedikt: Ég er bara nokkuð ánægður Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Þórs Ak., var afar sáttur með sigurinn en fannst þó sem að sínir menn hefðu mátt byrja leikinn mun betur. „Ég er ekkert alltof ánægður með hvernig við byrjuðum. Það var ekki fyrr en í örðum leikhluta sem við fórum svo loksins að gera það sem við vildum gera og lögðum upp með fyrir leik. Þetta gekk upp að mestu leiti þannig ég er bara nokkuð ánægður,“ sagði Benedikt eftir leik. Í hálfleik var allt annar bragur á Akureyrar liðinu en það er margt sem hægt er að ræða í hálfleik og betrumbæta. „Ég talaði um í lok fyrsta leikhluta að við þyrftum að koma boltanum oftar inn í teiginn og ég endurtók það í hálfleik. Það var mikið verið að brjóta á Tryggva [Snæ Hlinasyni] þegar hann fékk boltann. Við erum alltað að reyna að koma boltanum meira og meira inn á hann. Hann er búinn að taka gífurlegum framförum og hann verður bara betri með hverjum leik og æfingu,“ Sagði þjálfari Akureyringa að lokum.Finnur: Þórsarar kraftmeiri Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var ekkert alltof glaður á að líta í leikslok. „Þeir voru bara miklu kraftmeiri og áttu sigurinn fyllilega verðskuldaðan. Þórsarar voru bara hungraðari og virtust vilja þetta meira í kvöld,“ sagði Finnur hugsi við blaðamann Vísis eftir leik. Deildin hefur aldrei verið eins jöfn og hún er núna og hver sigur skiptir miklu máli. Það munar einungis fjórum stigum á því að vera í 4.sæti eða í fallbaráttu. „Þetta er bara svona þægileg pressa. Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Þetta er bara eins og það á að vera,“ sagðir Finnur pollrólegur í lokin.Bein lýsing: Skallagrímur - Þór Ak. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Þór Akureyri gerði sér góða ferð vestur og unnu verðskuldaðan sigur á Skallagrímsmönnum 89-100 í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Nú þegar 14.umferð hefur lokið í Domino’s deildinni þá eru Þórsarar í fjórða sæti með 16 stig en á meðan sitja Skallagrímsmenn á eftir í 10 sæti með 12 stig. En það gefur augaleið að hver og einn leikur framundan er gríðarlega mikilvægur á meðan deildin er eins jöfn og hún er og hvert stig afar dýrmætt. Skallagrímsmenn byrjuðu mun betur í fyrsta leikhluta og voru að setja skotin sín niður og spiluðu sömuleiðis af mikilli liðsheild. Þórsarar voru oft á tíðum fastir fyrir utan þriggja stiga línuna og lítið að kíkja inn í teig í byrjun en með hverri mínútu fóru þeir að finna taktinn. Lið skiptust á að leiða leikinn en um miðbik annars leikhluta var eins og öll orka hefði verið dregin úr heimamönnum og öll barátta fokið útum gluggann. Það var ekki fyrr en um tvær mínútur voru eftir að Skallagrímsmenn skora 10 stig í röð og koma sér í stöðuna 51-48 með 30 sekúndur eftir af hálfleik. En Þórsarar náðu að laga sína stöðu en hálfleikstölur voru 51-50 Skallagrím í vil. Í seinni hálfleik var svo lítið að frétta frá hinum gulu. Leikmenn heimamanna voru margir hverjir að reyna að taka leikinn í sínar hendur sem skilaði sér eingöngu í stirðum sóknarleik og ótímabærum skotum. Aftur á hrukku gestirnir í gang og voru að klára sín færi vel. Þeir rauðu juku síðan hægt og rólega forskotið en þeir komust mest í 17 stig. Skallagrímsmenn náðu svo aldrei einhverju flugi né gerðu sig líklega til áhlaupa það var hreinlega of mikið um tækni-feila. Svo virtist hreinlega sem að blóðbragðið var meira hjá gestunum sem áttu sigurinn skilið. Lokatölur 89-100, Þór Akureyri í vil.Af hverju vann Þór Ak.? Þrátt fyrir ekki svo góða byrjun hjá Þórs liðinu þar sem skotin voru ekki að falla þá héldu þeir samt haus allan leikinn. Það var mest áberandi í seinni hálfleik að sigurviljinn var meiri hjá þórsurum. Skotin fóru að rata rétta leið, mikil orka kom af bekknum og menn almennt jákvæðir á að líta.Bestu menn vallarins? Bestur hjá Þórsurum var Darrel Lewis en hann var með 35 stig fyrir sína menn, þar af komu 18 stig í fyrri hálfleik. Einnig var hann frákastahæstur með 10 fráköst. George Beamon og Þröstur Leó Jóhannsson skiluðu inn sitthvorum 22 stigunum. Hjá Skallagrím var tvíeykið, Flenard Whitfield og Sigtryggur Arnar, bestir sinna manna. Whitfield skilaði inn 35 stigum og 15 fráköstum og Sigtryggur Arnar skilaði inn 17 stigum og 9 stoðsendingum.Tölfræðin sem vakti athygli? Leikurinn var jafn framan af en samtals skiptust liðin á að leiða leikinn sex sinnum og jöfnuðu fjórum sinnum yfir leiktímann. Þess má geta að allir leikmenn Þór Ak. sem spiluðu einhverjar mínútur skoruðu stig. Stig af bekknum voru 17 á móti 11 stigum af bekk Borgnesinga. Annars var önnur tölfræði liðanna keimlík.Hvað gekk illa? Það var eins og eitthvað samskiptaleysi hafi elt Skallagrímsmenn nánast allan leikinn en oft á tíðum gekk illa að láta boltann rata í réttar hendur. Sömuleiðis voru menn að pirra sig á smáatriðum og líkamstjáningar minntu helst á manneskju sem hafði gleymt að fá sér morgunmat. En 89 stig á að vera feykinóg til þess að vinna körfuboltaleik, ætli tapið hafi þá ekki legið í vörninni að þessu sinni.Benedikt: Ég er bara nokkuð ánægður Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Þórs Ak., var afar sáttur með sigurinn en fannst þó sem að sínir menn hefðu mátt byrja leikinn mun betur. „Ég er ekkert alltof ánægður með hvernig við byrjuðum. Það var ekki fyrr en í örðum leikhluta sem við fórum svo loksins að gera það sem við vildum gera og lögðum upp með fyrir leik. Þetta gekk upp að mestu leiti þannig ég er bara nokkuð ánægður,“ sagði Benedikt eftir leik. Í hálfleik var allt annar bragur á Akureyrar liðinu en það er margt sem hægt er að ræða í hálfleik og betrumbæta. „Ég talaði um í lok fyrsta leikhluta að við þyrftum að koma boltanum oftar inn í teiginn og ég endurtók það í hálfleik. Það var mikið verið að brjóta á Tryggva [Snæ Hlinasyni] þegar hann fékk boltann. Við erum alltað að reyna að koma boltanum meira og meira inn á hann. Hann er búinn að taka gífurlegum framförum og hann verður bara betri með hverjum leik og æfingu,“ Sagði þjálfari Akureyringa að lokum.Finnur: Þórsarar kraftmeiri Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var ekkert alltof glaður á að líta í leikslok. „Þeir voru bara miklu kraftmeiri og áttu sigurinn fyllilega verðskuldaðan. Þórsarar voru bara hungraðari og virtust vilja þetta meira í kvöld,“ sagði Finnur hugsi við blaðamann Vísis eftir leik. Deildin hefur aldrei verið eins jöfn og hún er núna og hver sigur skiptir miklu máli. Það munar einungis fjórum stigum á því að vera í 4.sæti eða í fallbaráttu. „Þetta er bara svona þægileg pressa. Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Þetta er bara eins og það á að vera,“ sagðir Finnur pollrólegur í lokin.Bein lýsing: Skallagrímur - Þór Ak.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira