Karen Kjartansdóttir lét í dag af störfum sem upplýsingafulltrúi SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Karen greindi frá þessu í færslu á Facebook nú undir kvöld en hún hóf störf hjá LÍU, forvera SFS, árið 2013. Karen var í hópi þeirra sem vann að sameiningu LÍU og SF (Samtök fiskvinnslunnar) og þar með stofnun SFS.
Karen segist í samtali við Vísi afskaplega stolt af þeim verkefnum sem hún hafi komið að á árum sínum hjá SFS og tekur fram að starfslokin séu gerð í góðu.
„Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að koma að jafn góðum og skemmtilegum geira og íslenskur sjávarútvegur er. Ég vona að starfsfólki SFS muni áfram ganga vel.“
Karen kveðst ekki reiðubúin að greina frá því hvað taki við hjá sér að svo stöddu. Hún sé einfaldlega að skoða þá kosti sem í boði eru og viti ekki hvert framhaldið verður.
Karen hættir sem upplýsingafulltrúi SFS
atli ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent



Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent


Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent